23.03.2012
Síðasti dagur til að setja óhreint í þvott fyrir páska er miðvikudagurinn 28. Mars.
16.03.2012
Efnt er til samkeppni um merki (lógó) fyrir Lund sjálfseignarstofnun sem á og rekur Heimavist MA og VMA. Öllum nemendum í MA og VMA er frjálst að taka þátt í samkeppninni og er frestur til að skila inn tillögum til 24. mars nk.
Merkið þarf að henta fyrir ýmiskonar kynningarefni (s.s bréfsefni, umslög og auglýsingar). Æskilegt er að merkið sé einfalt í prentun og í einum lit.
Dómnefndin sem skipuð er skólameisturum MA og VMA, heimavistarstjóra, fulltrúa heimavistarráðs og fulltrúa Lundar, velur úr innsendum tillögum. Athugið að Lundur ses áskilur sér rétt til að nýta ekki vinningstillöguna.
Veitt verða peningaverðlaun að upphæð 25.000 krónur fyrir bestu tillöguna. Úrslit verða kynnt á sumardaginn fyrsta, 19. apríl n.k. á opnu húsi heimavistar, en þar verður jafnframt hægt að skoða þær tillögur sem bárust.
Tillögum að merkinu/lógóinu skal skila til Heimavistar MA og VMA, Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri á tölvutæku formi í umslagi merktu með dulnefni. Í umslaginu skal vera lokað umslag með nafni höfundar.
06.03.2012
Efnt er til samkeppni um merki (lógó) fyrir Lund sjálfseignarstofnun sem á og rekur Heimavist MA og VMA. Öllum nemendum í MA og VMA er frjálst að taka þátt í samkeppninni og er frestur til að skila inn tillögum til 24. mars nk.
Merkið þarf að henta fyrir ýmiskonar kynningarefni (s.s bréfsefni, umslög og auglýsingar). Æskilegt er að merkið sé einfalt í prentun og í einum lit.
Dómnefndin sem skipuð er skólameisturum MA og VMA, heimavistarstjóra, fulltrúa heimavistarráðs og fulltrúa Lundar, velur úr innsendum tillögum. Athugið að Lundur ses áskilur sér rétt til að nýta ekki vinningstillöguna.
Veitt verða peningaverðlaun að upphæð 25.000 krónur fyrir bestu tillöguna. Úrslit verða kynnt á sumardaginn fyrsta, 19. apríl n.k. á opnu húsi heimavistar, en þar verður jafnframt hægt að skoða þær tillögur sem bárust.
Tillögum að merkinu/lógóinu skal skila til Heimavistar MA og VMA, Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri á tölvutæku formi í umslagi merktu með dulnefni. Í umslaginu skal vera lokað umslag með nafni höfundar.
10.02.2012
Lundur sjálfseignarstofnun boðar til ársfundar fimmtudaginn 16. febrúar n.k. Ársfundurinn verður haldinn í setustofu heimavistar og hefst kl. 16.15. Dagskrá ársfundar: 1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2010/2011 til kynningar. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2010/2011. 3. Önnur mál.
Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólanna á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.
03.02.2012
Biðjum íbúa að athuga hvort að þeir hafi óvart fengið þvott í hólfin sín sem þeir eiga ekki. Vinsamlegast að skila þvottinum í þvottahúsið. Eins eru íbúar hvattir til að skoða hvort þeir eigi þvott í óskilahorninum.
Svava og Sigrún
12.01.2012
Nú er próftími á Heimavist MA og VMA. Á próftíma eru allir tillitssamir og ganga hljóðlega um. Engar gestakomur eru leyfðar nema með leyfi vaktmanns. Næturgestir eru ekki leyfðir á próftíma.
10.01.2012
Minnum íbúa á að endurnýja þarf umsókn um húsaleigubætur á nýju ári. Umsókninni þarf að fylgja staðfesting á skólavist.
04.01.2012
Ný heimasíða Heimavistar MA og VMA hefur verið opnuð. Markmiðið er að heimasíðan verði lifandi, fróðleg og skemmtileg og eru nemendur og foreldrar hvattir til að taka þátt í mótun hennar. Enn er verið að vinna í nokkrum hlutum síðunnar en það er von okkar að með samstilltu átaki takist að ljúka gerð hennar á næstunni. Hægt er að senda ábendingar á netfangið heimavist@heimavist.is.
21.12.2011
Heimavist MA og VMA verður lokað um um hádegi miðvikudaginn 21. desember. Við opnum aftur á nýju ári, þriðjudaginn 3. janúar kl. 9.
06.07.2011
Skipulagsbreytingar standa yfir við heimavistina. Helstu breytingarnar felast í því að leggja meiri áherslu á félagslega og
uppeldislega þjónustu við íbúa með því að ráða vistarsjóra með uppeldis- eða félagslega menntun og reynslu af
rekstri . Samhliða þessu á að breyta starfi húsbónda og dagvinnufólks. Auglýst verður
eftir starfsfólki með hæfni og reynslu af því að vinna með ungmennum. Mögulega verða ráðnir í afleysingar og
hlutastörf nemendur úr fjórða bekk úr hópi íbúa heimavistarinnar. Mikilvægast er að viðhalda og efla heilbrigði, forvarnir og
félagslíf íbúa. Nauðsynlegt er að styrkja þennan þátt í skipulagi heimavistarinnar, ásamt því að halda í
horfinu þeim góða rekstri sem þar fer fram en á þeim átta starfsárum sem sameiginleg heimavist MA og VMA hefur verið rekin, hefur reksturinn
verið skv. áætlun og rekstraforsendur eru í dag traustar. Nýlega endurnýjaði Lundur leigusamning um rekstur Hótels Eddu Akureyri í
húsakynnunum yfir sumarið.
Sífellt fjölbreytilegri hópur nemenda sækir um dvöl á heimavistinni með mismundandi þarfir fyrir aðstoð
og handleiðslu. Heimavistin er afar vinsæl og er fullskipuð fyrir næsta vetur. Vegna þessara skipulagsbreytinga hefur framkvæmdastjóra,
húsbónda og starfsmönnum í dagvinnu verið sagt upp störfum. Starfsfólk verður ráðið fyrir haustið.
Því starfsfólki sem hverfur á brott er þakkað fyrir störf þeirra við stofnunina.
Stjórn Lundar sem fer með rekstur heimavistarinnar skipa:
Kristín Sigfúsdóttir formaður
Jónína Guðmundsdóttir ritari
Björk Guðmundsdóttir
Magnús Garðarsson
Jóhannes Ingi Torfason