Jólahlaðborð!

Jólahlaðborð heimavistar  Líkt og undanfarin ár verður veglegt jólahlaðborð haldið fyrir heimavistarbúa. Að þessu sinni verður veislan þann 6. desember næstkomandi.  Skemmtiatriðin munu stytta gestum og gangandi stundir og verða verðlaun veitt fyrir skreytingakeppnina. Framandi en jafnframt þjóðlegir réttir verða á boðstólnum.   Aðeins prúðbúnum vistarbúum veittur aðgangur.  Ástarkveðja, Heimavistar- og mötuneytisráð    

Góð Kvöldvaka

Heimavistarráð vill þakka fyrir góða mætingu á kvöldvökuna í síðustu viku. Það var frábær stemningog við hefðum að sjálfsögðu ekki getað þetta nema með ykkar hjálp! Það eru komnar frábærar myndir frá góða ljósmyndaranum okkar henni Jóhönnu :)Hvetjum alla til að skoða það undir Lífið á vistinni!-Heimavistarráð ;)

Nýtt heimavistarráð

Nú hefur nýtt heimavistarráð tekið til starfa fyrir veturinn 2007-2008.Það skipa:Forseti: Steingrímur Páll ÞórðarsonVaraforseti: Steinunn KarlsdóttirAðalritari: Jóhanna StefánsdóttirVefstjóri: Ómar EyjólfssonFjölmiðlafulltrúi: Tinna Rut BjörnsdóttirFjármálafulltrúi: Hrafnhildur Marta GuðmundsdóttirAndlegur leiðtogi :) : Hjálmar Björn GuðmundssonVið munum koma með frekari upplýsingar fljótlega eftir helgi, bæði um okkur og því helsta sem við viljum gera á þessu skólaári.Heimavistarráð 

Sumardagurinn fyrsti

Heimasíðan var opnuð á sumardaginn fyrsta og hefur aðsókn á síðuna verið mjög góð síðan þá. Kaffið tókst ljómandi vel og létu einhverjir gestir sjá sig. Örfáar myndir eru komnar í myndasafnið og svo bendum við á myndir frá Sverri Páli sem má sjá hér.Heimavistarráð

www.heimavist.is

Gleðilegt sumar og til hamingju með nýju síðuna! Þessi síða er fyrst og fremst hugsuð fyrir þá sem hafa hug á að koma í framhaldsskóla á Akureyri en hún er líka hugsuð til að koma fréttum og upplýsingum til íbúa fljótt og örugglega.Heimavistarráð hefur staðið í ströngu við að koma síðunni upp og er flest núna tilbúið þó ekki allt.Ef þið eigið einhverjar myndir eða eitthvað sem væri sniðugt að hafa hér inni, endilega komið ábendingum til okkar, í gegnum annað hvort fyrirspurnir eða tölvupóstinn okkar heimavistarrad@gmail.comMinnum á sumarkaffið í dag milli 14 og 16.Heimavistarráð