Enginn titill

Enginn titill

JÓLAFRÍ   Vistinni verður lokað kl.13:00 laugardag 18.des., þá eiga allir að vera farnir heim í JÓLAFRÍ.   Heimavistin verður opnuð aftur eftir jólafrí mánudaginn 3. janúar, kl. 09:00   Ath. Ath. Ath. Ath. Ath. Ath. Ath. Ath.   ATH. Áður en þið yfirgefið herbergin, gangið úr skugga um að engin rafmagnstæki séu í sambandi, gluggar lokaðir, ofnar stilltir á 3, að ekki leki úr vatnskrönum og að herbergi séu hrein og snyrtileg. Ekki gleyma að tæma rusladalla og fara með rusl út í gám. P.s. munið eftir að taka með ykkur jólagjafirnar, sparifötin og skó sem þið þurfið að nota um jólin, því að það er of seint að bjarga málunum á Þorláksmessu ef þið gleymið einhverju.        Gleðileg jól.                      Starfsfólk Lundar

Enginn titill

Open Mic night !

          Á miðvikudaginn verður Open-Mic night í setustofunni! Allar græjur verða á staðnum, svo það eina sem þú þarft að hafa með þér er hljóðfæri eða röddina. Að sjálfsögðu meiga allir koma þó þeir ætli sér ekki að spila eða syngja, snakk og drykkir verða á svæðinu. Mætum klukkan 21:00 og höfum þetta svolítið kósí!  

SKÓLAÁRIÐ 2009 TIL 2010

Umsókn um heimavist fyrir skólaárið 2009 - 2010 Hér til hliðar má finna umsókn um heimavist fyrir veturinn 2009-2010. Þegar hún hefur verið fyllt út þarf að koma henni hingað til okkar á heimavistina Það má gera það á þrennan hátt. Með pósti og þá stílað á Lundur heimavist MA/VMA Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri og bt. Sigmundar Með tölvupósti á netfangið sigmundur@heimavist.is og þarf þá að fylla út umsóknareyðublað og senda sem viðhengi. Nú eða bara með því að koma og afhenda starfsmanni umsóknina og líta á húsakynni í leiðinni. Núverandi íbúar eru beðnir um að skila umsóknum í anddyri eða til húsbónda. A.T.H. Allar séróskir t.d. um herbergi, herbergisfélaga, nágranna eða aðrar óskir þurfa að koma fram á umsókn eða berast á netfangið sigmundur@heimavist.is ekki síðar en 1. ágúst. Viljum við sérstaklega benda nýnemum á að senda inn sínar óskir á netfangið hér að ofan þar sem aðeins er boðið upp á að haka við heimavist á rafrænni umsókn um skólavist en ekki tilgreina óskir. Umsóknarfrestur er til 11. júní.   Forsvarsmenn Lundar vinna að því ná fram lækkun á fjármagnskostnaði Lundar svo stilla megi hækkun húsleigunnar í hóf fyrir komandi skólaár eða jafnvel að  komast  hjá hækkun húsaleigunnar. Endanleg verðskrá verður birt eins fljótt og unnt er.  

Stelpukvöld

 Stelpukvöld verður í setustofu heimavistarinnar fimmtudagskvöldið 13. nóv. Hvetjum allar kvenkyns verur heimavistarinnar til að mæta. Takk fyrir Heimavistarráð

Stelpukvöld

  Stelpukvöld verður í setustofu heimavistarinnar fimmtudagskvöldið 13. nóv. Hvetjum allar kvenkyns verur heimavistarinnar til að mæta. Takk fyrir Heimavistarráð

Nýtt heimavistarráð

Eftir stranga talningu hefur nú komið í ljós hverjir eru nýir meðlimir heimavistarráðs. Kosningar sóttu 78% af íbúum heimavistar og voru atkvæði alls 600 talsins. Nýir meðlimir eru eftirtaldir: Einar Bjarni Björnsson Guðrún Bjarnveig Jónsdóttir Hjálmar Björn Guðmundsson Ómar Eyjólfsson Þökkum við öllum þeim sem kusu :) Kær kveðja, Kjörnefnd - Jóhanna Stefánsdóttir - Jón Árni Magnússon - Þorbjörg Arna Unnsteinsdóttir

sumarfrí

Sumarfrí starfsmanna heimavistar Lundar er frá 25. júní - 5. ágúst. Hér að neðan má lesa svör við helstu spurningum sem brenna á umsækjendum um heimavist.   Umsókn um heimavist má senda á netfang húsbónda sigmundur@heimavist.is reynt verður að svara því hvort viðkomandi hafi fengið vistarpláss strax og hægt er, eða í síðasta lagi 7. ágúst.   Svör við umsóknum fara í póst dagana 25. - 27. júní. Greiðsluseðlar berast frá banka nokkrum dögum síðar. Eindagi greiðsluseðla er 20. júlí. Tekið verður inn af biðlista 5. -  6. ágúst. Séróskir, t.d. um herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1. ágúst. Ekki verður hægt að fá upplýsingar um niðurröðun á herbergi fyrir 18. ágúst. Leigusamningar og aðrir pappírar verða sendir út viku fyrir upphaf skóla. Þvotta númer nýrra íbúa heimavistar berast einnig viku fyrir upphaf skóla. Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komu á heimavist.    Ef greiðsluseðill berst ekki er hægt að greiða staðfestingar- og tryggingagjald inn á reikning Lundar að upphæð kr. 26.000. Bankaupplýsingar: 0302-26-106252. Kennitala Lundar: 630107-0160. Mikilvægt er að kennitala verðandi íbúa komi fram sem skýring við greiðslu. Staðfestingar- og tryggingagjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við búsetu á heimavist.

Enginn titill

Sumarfrí starfsmanna heimavistar Lundar er frá 25. júní - 5. ágúst. Hér að neðan má lesa svör við helstu spurningum sem brenna á umsækjendum um heimavist.   Umsókn um heimavist má senda á netfang húsbónda sigmundur@heimavist.is reynt verður að svara því hvort viðkomandi hafi fengið vistarpláss strax og hægt er, eða í síðasta lagi 7. ágúst.   Svör við umsóknum fara í póst dagana 25. - 27. júní. Greiðsluseðlar berast frá banka nokkrum dögum síðar. Eindagi greiðsluseðla er 20. júlí. Tekið verður inn af biðlista 5. -  6. ágúst. Séróskir, t.d. um herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1. ágúst. Ekki verður hægt að fá upplýsingar um niðurröðun á herbergi fyrir 18. ágúst. Leigusamningar og aðrir pappírar verða sendir út viku fyrir upphaf skóla. Þvotta númer nýrra íbúa heimavistar berast einnig viku fyrir upphaf skóla. Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komu á heimavist.    Ef greiðsluseðill berst ekki er hægt að greiða staðfestingar- og tryggingagjald inn á reikning Lundar að upphæð kr. 26.000. Bankaupplýsingar: 0302-26-106252. Kennitala Lundar: 630107-0160. Mikilvægt er að kennitala verðandi íbúa komi fram sem skýring við greiðslu. Staðfestingar- og tryggingagjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við búsetu á heimavist.