01.03.2019
Ester María íbúi okkar hlaut á dögunum styrk úr Hvatningarsjóði Kviku en Ester er í húsasmíði við Verkmenntaskólann á Akureyri. Við óskum henni að sjálfsögðu til hamingju.
26.05.2018
Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.
28.03.2018
Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Heimavistin verður opnuð eftir páskafrí þriðjudaginn 3. apríl kl. 12
31.10.2017
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist vorið 2018. Ekki liggur fyrir hvað hægt verður að taka á móti mörgum nýjum íbúum en haft verður samband við umsækjendur þegar nær dregur.
01.02.2016
Nú er prófum í MA lokið og MA íbúar að hefja nám á vorönn. VMA íbúar hófu sína vorönn í byrjun ársins. Við taka hefðbundnir dagar á heimavistinni þar sem almennar reglur um aga og umgengni gilda.
08.01.2016
Reglur á próftíma:
Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur.
Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar.
Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði.
Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð.
Reglulegum próftíma lýkur 22. janúar.
Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði.
Gangi ykkur vel i prófunum
Sýnum öll tillitssemi
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
20.08.2015
Minnum íbúa, foreldra og forráðamenn á að hægt er að ná í starfsmann á vakt allan sólarhringinn. Númerið er 899 1602 eða 455 1602.
27.03.2014
Söngkeppni framhaldsskólanna
Þeir sem ætla að sækja um að fá næturgest (einn á íbúa) þegar söngkeppnin verður haldin, skulu gera það fyrir kl 16:00 þriðjudaginn 16. apríl. Þeir íbúar sem ekki eru á heimavistinni til að fylla út umsóknareyðublaðið, mega senda tölvupóst á rosa@heimavist.is þar sem kemur fram herbergisnúmer, fullt nafn og kennitala gestgjafa, herbergisfélaga og gests, og svo dagsetningar.
Að öðru leiti gilda þær reglur sem fyrir eru t.d. samþykki forráðamanna ef gestgjafi, gestur eða herbergisfélagi er yngri en 18 ára sem og aðrar reglur um umgengni.
Við komu á heimavistina þarf gestgjafinn að tilkynna næturgestinn við starfsmann á vakt.
Áfengis- og vímuefnaneysla ógildir gistileyfið.
Starfsfólk heimavistar MA og VMA
21.08.2013
Opnunartími mötuneytis er sem hér segir:
Morgunmatur 7.15- 9,15.
Hádegismatur 11,30- 13,15
Kvöldmatur 17,45- 19,30.
Um helgar:
Morgunmatur 10-13.
Kvöldmatur 18-19.