16.12.2022
Heimavistinni verður lokað miðvikudaginn 21. desember kl. 12. Opnum aftur eftir áramót miðvikudaginn 4 . janúar kl. 12.
13.09.2022
Á næstu dögum verður rýmiæfing á heimavistinni í samtarfi við starfsmenn frá Eldvarnaeftirliti Slökkviliðs Akureyrar.
Við höldum rýmiæfingu reglulega til að vera eins vel undirbúin og hægt er ef til þess kemur að rýma þurfi húsnæðið vegna raunverulegs bruna.
Hvetjum alla íbúa að taka þátt þegar kerfið fer í gang!
01.09.2022
Ungmennahúsið sem er staðsett í næsta nágrenni við heimavistina hefur störf 13. september n.k. og verður opið á þriðjudögum og fimmtudögum í vetur frá kl. 14.00-22.00.
Í boði er alls konar afþreying í góðri aðstöðu sem er ókeypis fyrir alla. Staðsett á efstu hæð í Rósenborg, Skólastíg 2.
26.08.2022
Afrit af húsaleigusamningum íbúa og staðfesting á skólavist fór í póst í dag og ættu að berast næstu daga á lögheimili íbúa. Ef íbúi er undir lögaldri er sótt um húsnæðisbætur til skrifstofu viðkomandi sveitarfélags þar sem íbúinn á lögheimili. Ef íbúi er orðinn lögráða sækir viðkomandi um rafrænt á www.husbot.is
Hvetjum íbúa og forráðamenn að sækja um sem fyrst.
15.02.2022
Morfís lið MA er á sigurbraut í MORFÍs, Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskólanna en þar eigum við fulltrúa af heimavistinni. Liðið hafði betur gegn FG, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í 16-liða úrslitum.
01.10.2021
Minnum íbúa og forráðamenn á að láta vita ef íbúi er lasinn. Ætlast er til að íbúar fari í Covid sýnatöku í gegnum heilsugæsluna ef þeir verða varir við einkenni. Mikilvægt er að tilkynna starfsmanni heimavistar um niðurstöður.
20.08.2021
Þegar íbúar fara úr húsi hvort sem farið er heim um helgar eða gist út í bæ þá er mikilvægt að íbúar skrái það í gegnum heimasíðuna okkar heimavist.is