02.02.2009
Allt að skee :P
Jæja þá geta heimavistarbúar hætt að bíða eftir myndum af þeim skemmtunum sem haldnar hafa verið á vistinni í vetur
því þær eru loksins komnar inn í safnið MYNDIR !!
Svo minni ég á að ef þú villt koma e-u á framfæri við heimavistarráð endilega sendu póst á heimavistarrad@heimavist.is eða mættu bara á fund hjá okkur sem er haldinn á mánudagskvöldum kl 19:30
22.01.2009
Hér eru smá fréttir af því hvað heimavistarráð er að gera og er búið að gera síðastliðna
daga.
Unnið er að endurbótum á heimasíðu vistarinnar heimavist.is (eiga þá myndir af skemmtunum
hér á vistinni að fara birtast fyrir þá sem eru alltaf að bíða !!)
Heimavistarráð keypti nú á dögunum 37" flatskjá með digital móttakara og dvd spilara og voru þeir settir á
setkrók á 2. hæð kvennavistar. Einnig er búið að setja stærra borð þar og annan sófa svo nú geta vistarbúar farið og
horft á Discovery channel ofl.
Heimavistarráð keypti einnig lítið hljóðkerfi til að hafa á þeim skemmtunum sem eru hér á vistinni svo sem,
kvöldvökur og jólahlaðborð. Í þessu hljóðkerfi er 1. 6 rása mixer, 2. 400w hátalarar og 1. hljóðnemi. Af því
tilefni gæti kannski orðið tónlistarkvöld hérna á vistinni og vistarbúar látið tónlistarhæfileika sína í
ljós.
Stefnt er að því að búa til smá kósy setkrók niður í lobbý með sófum, teppum ofl. Gera þar
litla hlýlega setuaðstöðu þar sem vistarbúar gætu litið í blöð og bæklinga og spjallað um lífið og tilveruna.
Kær kveðja
Heimavistarráð
Minni vistarbúa á að vera ekki feimin við að koma með hugmyndir og senda þær á heimavistarrad@heimavist.is
13.01.2009
=)))
Fyrsti fundur heimavistarráðs var haldin í gærkveldi og voru þar rædd ýmis málefni, sem og áætlanir fyrir þessa önn
og endurbætur á húsgögnum heimavistar.
Áætlunin er að fara svona nokkuð rólega af stað meðan prófatíð er í MA en síðan spýta í lófana
þegar henni lýkur.
Ef einhverjir hugmyndaríkir heimavistarbúar luma á góðum hugmyndum eða eitthvað varðandi það hvað þeir vilja sjá betra
hérna á vistinni þá endilega hafa samband við heimavistarráð eða sendið þeim póst á heimavistarrad@heimavist.is
Með kveðju
Heimavistarráð
07.01.2009
Heimavistarráð bíður alla velkomna á vistina og vonar að allir hafi átt gott jólafrí.
Heimavistarráð bíður spennt eftir að geta farið að gera eitthvað aftur og taka á mikilvægum málum fyrir íbúa
vistarinnar.
Með nýárskveðju
Heimavistarráð
21.12.2008
Jólakveðja Heimavistarráðs
Heimavistarráð óskar öllum íbúum Lundar og starfsfólki Gleðilegra jóla og farsæls komandi árs og þakkar einnig fyrir gott
samstarf á liðinni önn.
Eigið öll góðar stundir í jólafríinu :)
Jólakveðjur
Heimavistarráð
01.12.2008
Kæru íbúar,
Eins og þið vitið kannski þá er árlegt jólahlaðborð heimavistarinnar á fimmtudaginn. Við hvetjum alla íbúa, stóra
sem smáa, þykka sem þunna, gula sem græna, að mæta og eiga sem ánægjulegasta kvöldstund. Að sjálfsögðu er ykkur öllum
ætlað að "Suit up!
Hlökkum til að sjá ykkur
Heimavistarráð.
17.10.2008
Kæri íbúi,
Hefur þú fengið þvott í hólfið þitt sem þú átt ekki??
Ef svo er þá vinsamlegast skilaðu honum í þvottahúsið.
Takk fyrir,
Þvottastrumpur.
14.10.2008
Heimavistarráð skellti sér í myndatöku í Lystigarðinum í dag :)
Myndir tók MAingurinn Sindri Geir og þið getið tékkað á fleirum hér!
Njótið mín kæru!
Kveðja,
Jóhanna Stefáns
f.h. heimavistarráðs
13.10.2008
Íbúar Lundar,
Nú hefur verið skipað í stöður innan heimavistarráðs og
hljóðar svo,
Forseti: Hjálmar Björn Guðmundsson.
Varaforseti: Jón Árni Magnússon.
Ritari: Jóhanna Stefánsdóttir.
Vefstjóri: Ómar Eyjólfsson.
Fjármálafulltrúi: Þorbjörg Arna
Unnsteinsdóttir.
Fjölmiðlafulltrúi: Einar Bjarni
Björnsson.
Andlegur leiðtogi: Guðrún Bjarnveig
Jónsdóttir.
Þess má svo til gamans geta að nýr gossjálfsali er á
leiðinni til okkar í stað gamla þjófsins.
Til að svara þeim fyrirspurnum sem komið hafa vegna pool-kjuða þá
er staðan svo að leðrin sem vantar ofan á kjuðana fást ekki í landinu eins og er.. Unnið er að því að útvega leður á
þá kjuða sem til eru.
Heimavistarráð.
07.10.2008
Kæru íbúar,Eftir stranga talningu hefur nú komið í ljós hverjir eru nýir meðlimir heimavistarráðs.
Kjörsókn var alls 78% og atkvæði voru 600 talsins.
Nýir meðlimir eru eftirtaldir:
Einar Bjarni Björnsson
Guðrún Bjarnveig Jónsdóttir
Hjálmar Björn Guðmundsson
Ómar Eyjólfsson
Við þökkum öllum þeim sem veittu okkur stuðning með því að kjósa :)
Kær kveðja,ykkar ástkæra kjörnefnd
- Jóhanna Stefánsdóttir
- Jón Árni Magnússon
- Þorbjörg Arna Unnsteinsdóttir