25.11.2009
Halló halló elskurnar okkar,
Nú er illt í efni! Svo virðist sem fötin okkar bara strjúki burt.
Ef þú rekur flóttafataheimili inná herberginu þínu, þá minnum við á það að fötunum þykir voða
vænt um Sigrúnu og Svövu í þvottahúsinu, þeim þykir voða vænt um þau.
Þannig að ef þú finnur föt sem þú átt ekki, hvort sem að þau hafi óvart lent í hólfinu þínu eða
þig hefur vantað föt á djammið þá væri alveg yndislegt að þú gætir bara skilað þeim aftur í
þvottahúsið. Sumir, ef ekki lang flestir eiga mjög dýr föt, og þó að þú fáir 13.000 kr. peysu fría í
hólfið þitt er það ekkert sniðugt ef þú týnir svo 26.000 kr. gallabuxnum í staðinn.
Nú ef einhver er feiminn, hefur t.d. fengið vitlausar nærbuxur þá þarf enginn að vita af því, sá hinn sami getur bara rennt
því í gegn með hinum þvottinum.
Kveðja,
Heimavistarráð sem vill ekki enda nakið fyrir jól :)
13.11.2009
Íbúar sem hætta um annarskil.
Athygli er vakinn á því að uppsagnarfrestur húsaleigusamninga
við annarskil er einn mánuður m.v. næstu mánaðarmót frá uppsögn samningsins. Þetta á eingöngu við þá
nemendur sem hætta námi.
Nemendur sem vita nú þegar að þeir hætta námi í
lok yfirstandandi annar eiga að senda inn skriflega uppsögn sem fyrst (einum mánuði fyrir annarlok).
VMA íbúar.
VMA-íbúar sem eru að hætta námi í lok desember eiga að
skila skriflegri uppsögn núna í nóvember til að komast hjá því að greiða húsaleigu eftir að þeir eru fluttir af
görðunum.
Þeir VMA-íbúar sem munu hætta námi um annarskil vegna
ófullnægjandi námsframvindu eiga að senda skriflega uppsögn til undirritaðra í desember þegar niðurstaða annarprófa er ljós.
Við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður frá næstu mánaðarmótum/áramótum og þeir munu
því þurfa að greiða húsaleigu fyrir janúar.
MA íbúar.
MA-íbúar sem eru að hætta námi í lok janúar eiga
að skila skriflegri uppsögn í desember til að komast hjá því að greiða húsaleigu eftir að þeir eru fluttir af
görðunum.
Þeir MA-íbúar sem munu hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi
námsframvindu eiga að senda skriflega uppsögn til undirritaðra í janúar þegar niðurstaða annarprófa er ljós. Við
þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður frá næstu mánaðarmótum og þeir munu því þurfa að
greiða húsaleigu fyrir febrúar
09.11.2009
Á miðvikudaginn 18. NÓV
verður Open-Mic night í setustofunni! Allar græjur verða á staðnum, svo það eina sem þú þarft að hafa með þér er
hljóðfæri eða röddina. Að sjálfsögðu mega allir koma þó þeir ætli sér ekki að spila eða syngja, snakk og drykkir
verða á svæðinu. Mætum klukkan 20:00 og höfum þetta svolítið kósí!
24.09.2009
Halló halló !
Nú þegar allir íbúar heimavistar eru komnir á staðinn er búið að skipa heimavistarráð. Ekki þurfti að kjósa
í þetta sinn af því að svo fáir buðu sig fram.
Í heimavistarráði 2009-2010 eru:
Aðalbjörn Jóhannson, 5222, forseti
Jónína Lilja Pálmadóttir, 5214, varaforseti
Katharina Ragnhildur, 1215, ritari
Sunna Mjöll , 2211, fjölmiðlafulltrúi og ritstjóri vefsíðu
Helga Dögg Jónsdóttir,4109, andlegur leiðtogi og partýljón
Ástríður Ríkharðsdóttir, 310, fjármálafulltrúi
Auðbergur Gíslason, 2215, lukkudýr og sjarmatröll
Bæklingur og myndir koma fljótlega.
Við ætlum svo að reyna að gera okkar besta til að gera heimavistarlífið sem frábærast í vetur.
Knúúúúúúúúúúús,
Nýskipað heimavistarráð...
09.09.2009
Leiðrétting
Heimavistin verður opin til innritunar sem hér segir: laugardaginn 12. september frá kl. 15 og sunnudaginn 13. september
frá kl. 11, báða daga til kl. 22
Biðjumst velvirðingar á röngum tíma og dagsetningum sem eru
á heimsendu upplýsingablaði.
21.08.2009
Jæja þá er enn einn veturinn hafinn á Vistinni og bíður heimavistarráð síðasta vetrar alla íbúa
velkomna, jafnt nýja sem gamla.
.........
Munu þeir sem eru úr vistarráði síðasta vetrar og eru enn á vistinni reyna aðstoða ykkur sem þurfa
á því að halda eftir bestu getu :) þangað til næsta ráð verður kosið...
.........
Hafið það sem allra best á vistinni
30.06.2009
Sumarfrí
Sumarfrí starfsmanna heimavistar Lundar er frá 26.
júní - 5. ágúst.
Hér að neðan má lesa svör við helstu
spurningum sem brenna á umsækjendum um heimavist.
Umsókn um heimavist má senda á netfang
húsbónda sigmundur@heimavist.is
reynt verður að svara því hvort viðkomandi hafi fengið vistarpláss strax og
hægt er, eða í síðasta lagi 7. ágúst.
Svör við umsóknum fóru í póst 24.
júní.
Greiðsluseðlar berast frá banka nokkrum dögum síðar.
Eindagi greiðsluseðla er 20. júlí.
Tekið verður inn af biðlista 5. - 7.
ágúst.
Séróskir, t.d. um herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1.
ágúst.
Ekki verður hægt að fá upplýsingar um niðurröðun
á herbergi fyrir 18. ágúst.
Leigusamningar og aðrir pappírar verða sendir út viku fyrir upphaf
skóla.
Þvottanúmer nýrra íbúa heimavistar berast einnig viku fyrir
upphaf skóla.
Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komu á
heimavist.
Ef greiðsluseðill berst ekki er hægt að greiða
staðfestingar- og tryggingagjald inn á reikning Lundar að upphæð kr. 26.000. Bankaupplýsingar: 0302-26-106252. Kennitala Lundar: 630107-0160. Mikilvægt er að
kennitala verðandi íbúa komi fram sem skýring við greiðslu.
Staðfestingar- og tryggingagjald fæst ekki endurgreitt ef
hætt er við búsetu á heimavist.
25.05.2009
Heimavist MA / VMA - óbreytt verðskrá.
Húsaleiga fyrir skólaárið 2009 til 2010 verður óbreytt frá fyrra ári.
(verð, sjá umsókn um heimavist)
Verðskrá mötuneytis verður óbreytt frá fyrra ár.
(verð, sjá mötuneyti og þvottahús / verðskrá)
Minnum á að umsóknarfrestur er til 12. júní.
Hlökkum til á sjá ykkur í haust.
Starfsfólk Heimavistar MA / VMA.
Á Heimavistinni búa liðlega 330 framhaldsskólanemendur. Heimavistin er gott og öruggt heimili þar sem vel er búið að
íbúum.
27.04.2009
Umsókn um heimavist fyrir
skólaárið
2009 - 2010
Hér til hliðar má finna umsókn um heimavist fyrir veturinn
2009-2010. Þegar hún hefur verið fyllt út þarf að koma henni hingað til okkar á heimavistina Það má gera það á
þrennan hátt.
Með pósti og þá stílað á Lundur heimavist
MA/VMA Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri og bt. Sigmundar
Með tölvupósti á netfangið sigmundur@heimavist.is og þarf þá að fylla út umsóknareyðublað og senda sem viðhengi.
Nú eða bara með því að koma og afhenda starfsmanni
umsóknina og líta á húsakynni í leiðinni.
Núverandi íbúar eru beðnir um að skila umsóknum
í anddyri eða til húsbónda.
A.T.H. Allar séróskir t.d. um herbergi, herbergisfélaga,
nágranna eða aðrar óskir þurfa að koma fram á umsókn eða berast á netfangið sigmundur@heimavist.is ekki síðar en 1. ágúst.
Viljum við sérstaklega benda nýnemum á að senda inn
sínar óskir á netfangið hér að ofan þar sem aðeins er boðið upp á að haka við heimavist á rafrænni umsókn um
skólavist en ekki tilgreina óskir.
Umsóknarfrestur er til 12. júní.
Forsvarsmenn Lundar vinna að því ná fram lækkun á
fjármagnskostnaði Lundar svo stilla megi hækkun húsleigunnar í hóf fyrir komandi skólaár eða jafnvel að komast hjá
hækkun húsaleigunnar.
Endanleg verðskrá verður birt eins fljótt og unnt er.
20.04.2009
Bílastæðin við skólann og heimavist
4.5.2009
Þeir sem leggja bílum sínum ólöglega við MA og heimavist MA/VMA geta átt von á því framvegis að þurfa að greiða
sektir. Bílastæðin við MA og heimavist verða undir eftirliti starfsmanna bæjarins.
Þrátt fyrir að bílastæði við skólann hafi verið stækkuð er enn mjög algengt að fólk leggi bílum sínum
ólöglega, utan merktra stæða og á grasflötum. Af þessu stafa bæði óþægindi, hætta og skemmdir á umhverfinu.
Af þessum sökum hefur verið samið við Akureyrarbæ um að starfsmenn bílastæðasjóðs hafi eftirlit með bílastæðum MA
og heimavistar og sekti þá sem leggja bílum sínum ólöglega. Þetta verður gert frá og með mánudeginum 11. maí
næstkomandi.