Frá þvottahúsi

Mikill þvottur er í óskilum og eru eigendur hvattir til þess að koma og sækja hann. Í lok skólaárs verður óskilaþvottur sendur í rauða krossinn Minnum einnig á að þú færð 2000 kr. endurgreiddar þegar þú skilar þvottalyklinum inn í eldhús 

Ábending frá vefstjóra

Margir hafa komið með ábendingar um hluti sem betur mega fara en þeir hafa gert það með því að skrifa athugasemdir við fréttir hér inni á síðunni. Vil ég benda á að betra er að senda ábendingar á netfang heimavistarráðs: heimavistarrad@heimavist.is eða að hafa beint samband við fulltrúa úr heimavistarráði því við erum ekki endilega alltaf að eltast við það að skoða athugasemdirnar á hverjum degi en við athugum tölvupóstin daglega. Virðingafyllst Vefstjóri 

Könnun á netinu

Í dag (mánudag) er síðasti dagur fyrir þátttöku í viðhorfskönnun (á netinu) meðal íbúa heimavistarinnar Allir íbúar hafa fengið tölvupóst um könnunina og þar er tenging við netsíðu könnunarinnar!  Hvetjum alla sem ekki hafa tekið þátt, að vera með og svara könnuninni!

Látið vita ef þið eruð veik

Ef þið eruð veik eru þið vinsamlegast beðin um að láta starfsfólk Lundar vita í innanhússíma 1602. Starfsfólk getur síðan komið og litið við hjá ykkur og komið með mat, hitamælir o.þ.h. 

Loksins loksins

Myndirnar af jólahlaðborðinu allar komnar inn Sjá myndir í valmyndinni hér til vinstri 

Nýr Sjálfsali

Eins og flestir eflaust hafa tekið eftir er kominn nýr sjálfsali frá ölgerðinni og virkar hann mun betur en sá gamli 

Frá þvottahúsi

Við viljum ítreka að ef þú ert með þvott sem þú átt ekki áttu að skila honum niður í þvottahús strax!   Við minnum einnig á mikilvægi þess að tæma ALLA vasa því hlutir eins og t.d. tyggjó, varasalvi og tóbak (sem auk þess er ólöglegt að vera með á vistinni) geta valdið stórtjóni á bæði þvotti annara og vélabúnaði þvottahúss!!  Virðingafyllst: Þvottahúsgellurnar 

Þorrablót

Þorrablót heimavistar verður haldið fimmtudaginn 10. febrúar 2011. Borðhald hefst klukkan 17:45

Mjög mikilvæg skilaboð frá þvottahúsi!

Fólk er vinsamlegast beðið að passa að tæma alla vasa á flíkum sínum áður en þær eru settar í þvott. Hér ber þó sérstaklega að nefna að alls ekki má setja flíkur í þvott þar sem tyggjó, varasalvi og/eða krem eru í vösunum þar sem það getur valdið stórtjóni á bæði þvotti annara og búnaði þvotthúss Með fyrirfram þökk Þvottahús gellurnar 

Facebook

Minnum á nýja facebook síðu okkar. Smellið hér