29.11.2012
Próftími á Heimavist MA og VMA hefst 1. des. kl. 14:00. Á próftíma eru allir tillitssamir og ganga hljóðlega um. Engar gestakomur eru leyfðar nema með leyfi vaktmanns. Næturgestir eru ekki leyfðir á próftíma.
27.11.2012
Jólahlaðborð Heimavistarráðs verður haldið fimmtudaginn 29. nóvember frá kl. 17.30-1930. Boðið verður upp á glæsilegan matseðil og eru íbúar hvattir til að mæta í snyrtilegum klæðnaði.
15.11.2012
Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari í Mötuneyti MA sigraði fyrir Íslandshönd í matreiðslukeppninni Mondial des Chefs sem fram fór í París í Frakklandi í dag.
Keppendur voru matreiðslumenn sem starfa í opinberum eldhúsum, skólum, stofnunum og mötuneytum. Keppendur þurftu að elda fyrir 10 manns, Lambahrygg í aðalrétt og eftirrétt þar sem möndlur áttu að vera í aðalhlutverki.
Við óskum Snæbirni til hamingju með sigurinn.
12.11.2012
Minnum íbúa á að láta starfsfólk heimavistar vita ef þeir eru veikir. Hægt er að hringja í innanhússíma 1602 eða í vaktsíma 899 1602. Starfsfólk getur litið við hjá íbúum, komið með mat, hitamæli o.þ.h.
06.11.2012
Heimavistarráð stendur fyrir bíókvöldi miðvikudagskvöldið 7. nóvember kl. 20 í setustofunni. Allir íbúar hvattir til að mæta.
23.10.2012
Kæru íbúar. Þar sem settur hefur verið upp nýr eldveggur gæti verið lokað fyrir vefsíður og port sem mega vera opin.
Þeir sem óska eftir að netsíður og port sem eru lokuð verði opnuð, vinsamlegast sendið netslóðir og portnúmer til Sigmundar á netfangið sigmundur@heimavist.is
Opnað verður fyrir þær síður sem þjónustuaðilar á Þekkingu telja að séu í lagi.
16.10.2012
Á næstu dögum verður haldin brunaæfing á Heimavist MA og VMA. Mjög mikilvægt er að allir íbúar heimavistarinnar taki þátt í æfingunni.
16.10.2012
Nýtt Heimavistarráð fyrir skólaárið 2012-2013 hefur tekið til starfa. Heimavistarráðið skipa eftirtaldir:
Ólöf Sigurðardóttir forseti, Þorbjörg Jóna Guðmundsdóttir varaforseti, Sandra Haraldsdóttir ritari, Hrafnhildur Jóna Hjartardóttir vefstjóri, Ágúst Gestur Guðbjargarson skemmtanastjóri, Ingibjörg Bjarnadóttir skemmtanastjóri og Pálmi John Price Þórarinsson lukkudýr.
10.10.2012
Íbúar á heimavist athugið – þvottalyklar bíða ykkar!
Minnum íbúa á að sækja þvottahúslykla til Sigrúnar og Svövu í þvottahúsinu. Íbúar eru þegar búnir að greiða fyrir lyklana.
28.09.2012
Störf í boði fyrir íbúa heimavistar.
Óskum eftir íbúum til starfa við þrif o.fl. á heimavistinni nokkra tíma á viku. Nánari upplýsingar fást hjá Rósu Maríu. Umsóknir sendist á netfangið rosa@heimavist.is fyrir 5. október nk.