20.08.2012
Hannesína Scheving hjúkrunarfræðingur heimavistar verður með fyrsta viðtalstímann fimmtudaginn 23. ágúst frá kl. 17-18.
Í vetur verður Hannesína með viðtalstíma á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 17-18 í herbergi á skrifstofugangi. Sími hjúkrunarfræðings er 455 1611.
20.08.2012
Svava Magnúsdóttir námsráðgjafi VMA verður með viðveru á heimavistinni þriðjudaginn 21. ágúst frá kl. 17-18.
08.08.2012
Heimavistin verður opnuð sunnudaginn 19. ágúst fyrir innritun VMA íbúa og afhendingu lykla. Opið verður á sunnudeginum frá klukkan 13:00 til 21 og á mánudeginum 20. ágúst frá klukkan 08:30 til 20.
28.06.2012
Umsækjendur um heimavist skólárið 2012-2013 eiga þegar að hafa fengið sent bréf í pósti.
Þeir umsækjendur hafa fengið staðfestingu á heimavist þurfa að staðfesta búsetu sína á heimavistinni næsta skólaár með því að greiða annars vegar óendurkræft staðfestingar- og skráningargjald og hins vegar tryggingargjald. Eindagi á greiðslu er 20. júlí. Staðfestingar- og skráningargjaldið er að upphæð 7.000 kr. en tryggingargjaldið að upphæð 27.000 kr. Með staðfestingar- og skráningargjaldinu er greitt m.a. fyrir þinglýsingu húsaleigusamnings, en á grundvelli hans og vottorðs um skólavist geta leigjendur og forráðamenn þeirra sótt um húsaleigubætur þar sem leigjandinn hefur lögheimili. Við lok leigutímans og að lokinni úttekt á húsnæðinu endurgreiðist tryggingargjaldið svo framarlega sem engar skemmdir hafa orðið á húsnæði og búnaði, gerð hafa verið skil á leigugreiðslum, netgjaldi, prentkostnaði ef einhver og athugasemdir ekki gerðar við þrif.
Reikningar hafa verið sendir í pósti en einnig hafa kröfur verið stofnaðir/-ar á kennitölu íbúa í innheimtukerfi Arion banka og því er unnt að greiða þær án þess að hafa reikningana undir höndum. Það er gert með því að hafa samband við þjónustuver eða þjónustufulltrúa í þínum viðskiptabanka eða sparisjóði.
Ef greiðsluseðill berist ekki er hægt að greiða staðfestingar- og tryggingargjaldið að upphæð 34.000 kr. inn á bankareikning Lundar rekstrarfélags:
Reikningur: 0302-26-6252. Kennitala Lundar rekstrarfélags: 630107-0160
Mikilvægt er að kennitala viðkomandi íbúa komi fram sem skýring við greiðslu. Staðfestingar- og tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við komuna á heimavistina.
Tekið verður inn af biðlista fyrstu dagana í ágúst.
28.06.2012
Skrifstofur heimavistar verða lokaðar í júlí vegna sumarleyfa starfsmanna.
22.06.2012
Líkt og undanfarin ár er mikil aðsókn að heimavistinni en umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár rann út 8. júní s.l. Það eru skólarnir sem sjá um að forgangsraða nemendum á heimavistina en líklegt er að einhverjir fari á biðlista. Í næstu viku verða send út bréf til umsækjenda.
17.06.2012
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum MA innilega til hamingju með daginn.
06.06.2012
Efnt var á dögunum til samkeppni um merki fyrir Lund sjálfseignarstofnun sem á og rekur Heimavist MA og VMA. Viktor Örn Valdimarsson nemandi í VMA átti vinningstillöguna sem hér birtist.
30.05.2012
Kæru íbúar.
Þeir íbúar sem þurfa að vera lengur á heimavistinni vegna sjúkra- og endurtökuprófa eða útskriftar, verða að tilkynna það sem fyrst til Rósu Maríu á netfangið rosa@heimavist.is
26.05.2012
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum VMA innilega til hamingju með daginn.