Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari í Mötuneyti MA sigraði fyrir Íslandshönd í matreiðslukeppninni Mondial des Chefs sem fram
fór í París í Frakklandi í dag.
Keppendur voru matreiðslumenn sem starfa í opinberum eldhúsum, skólum, stofnunum og mötuneytum. Keppendur þurftu að elda fyrir 10 manns, Lambahrygg í
aðalrétt og eftirrétt þar sem möndlur áttu að vera í aðalhlutverki.
Við óskum Snæbirni til hamingju með sigurinn.