Bíókvöld þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20

Heimavistarráð stendur fyrir bíókvöldi þriðjudagskvöldið 5. febrúar kl. 20 í setustofunni. Sýnd verður myndin Svartur á leik. Boðið verður upp á popp og snakk. Allir íbúar hvattir til að mæta

Próftími

Próftími á Heimavist MA og VMA hefst 8. janúar kl. 14:00 Á próftíma eru allir tillitssamir og ganga hljóðlega um. Engar gestakomur eru leyfðar nema með leyfi vaktmanns. Næturgestir eru ekki leyfðir á próftíma.

Gleðilega hátíð

Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí fimmtudaginn 3. janúar kl. 9:00.

Brautskráning í VMA

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum VMA innilega til hamingju með daginn.

Lokað um jól og áramót

Kæru íbúar. Heimavistinni verður lokað kl. 12:00 á hádegi, föstudaginn 21. desember. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí fimmtudaginn 3. janúar kl. 9:00. Áður en þið yfirgefið herbergin, vinsamlegast gangið úr skugga um að allt sé eins og það á að vera, s.s. lokaðir gluggar, engin rafmagnstæki í gangi, ísskápur tæmdur og ruslið í gámana Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Próftími á heimavist

Próftími á Heimavist MA og VMA hefst 1. des. kl. 14:00. Á próftíma eru allir tillitssamir og ganga hljóðlega um. Engar gestakomur eru leyfðar nema með leyfi vaktmanns. Næturgestir eru ekki leyfðir á próftíma.

Jólahlaðborð Heimavistarráðs 2012

Jólahlaðborð Heimavistarráðs verður haldið fimmtudaginn 29. nóvember frá kl. 17.30-1930. Boðið verður upp á glæsilegan matseðil og eru íbúar hvattir til að mæta í snyrtilegum klæðnaði.

Snæbjörn matreiðslumeistari sigraði

Snæbjörn Kristjánsson matreiðslumeistari í Mötuneyti MA sigraði fyrir Íslandshönd í matreiðslukeppninni Mondial des Chefs sem fram fór í París í Frakklandi í dag. Keppendur voru matreiðslumenn sem starfa í opinberum eldhúsum, skólum, stofnunum og mötuneytum. Keppendur þurftu að elda fyrir 10 manns, Lambahrygg í aðalrétt og eftirrétt þar sem möndlur áttu að vera í aðalhlutverki. Við óskum Snæbirni til hamingju með sigurinn.

Minnum íbúa á að tilkynna veikindi

Minnum íbúa á að láta starfsfólk heimavistar vita ef þeir eru veikir. Hægt er að hringja í innanhússíma 1602 eða í vaktsíma 899 1602. Starfsfólk getur litið við hjá íbúum, komið með mat, hitamæli o.þ.h.

Bíókvöld miðvikudaginn 7. nóvember

Heimavistarráð stendur fyrir bíókvöldi miðvikudagskvöldið 7. nóvember kl. 20 í setustofunni. Allir íbúar hvattir til að mæta.