Grillað í tilefni af sumarkomu

Í tilefni af sumarkomu ætlar starfsfólk mötuneytisins að grilla fyrir íbúa Sumardaginn fyrsta. Grillað verður frá kl. 18 við matsalinn og verður boðið upp á hamborgara og eitthvað fleira góðgæti. Mætum með bros á vör og í sumarskapi.

Gleðilegt sumar

Kæru íbúar. Við óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum ánægjuleg samskipti í vetur. Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Opið fyrir umsóknir skólaárið 2014-2015

Höfum opnað fyrir umsóknir skólaárið 2014-2015.

Gleðilega páska

Við óskum íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Heimavistin verður opnuð aftur mánudaginn 21. april kl. 12.

Opnað verður fyrir umsóknir á heimavist mánudaginn 14. apríl

Endurgreiðslur fæðisgjalda í verkfalli.

Þeir mötuneytisfélagar sem ekki nýttu sér þjónustu mötuneytisins í verkfallinu fá enurgreitt 60% af fæðisgjöldum þann fæðisdagafjölda sem vantar uppá vorönn. Eingöngu þeir sem eru skuldlausir við mötuneytið fá endugreitt en hjá hinum verður skuldin lækkuð sem endurgreiðslunni nemur. Þeir sem greiddu með greiðsluseðli og hafa gert upp að fullu eru beðnir að senda upplýsingar með reikningsnúmeri, kennitölu reiknigseiganda á netfangið marsilia@ma.is taka þarf fram fyrir hvaða mötuneytisfélaga er verið að sækja endurgreiðslu. Þeir sem greiða með raðgreiðslum fá lækkun á næstu greiðslu af kortinu.

Lokað um páskana á heimavist

Heimavistin verður lokuð kl. 12. á hádegi laugardaginn 12. apríl. Opnum aftur eftir páskafrí mánudaginn 21. apríl kl. 12.

Söngkeppni framhaldsskólanna 5. apríl nk.

Söngkeppni framhaldsskólanna Þeir íbúar sem ætla að sækja um að fá næturgest (einn á íbúa) þegar söngkeppnin verður haldin, skulu gera það fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 1. apríl. Þeir íbúar sem ekki eru á heimavistinni til að fylla út umsóknareyðublaðið, mega senda tölvupóst á rosa@heimavist.is þar sem kemur fram herbergisnúmer, fullt nafn og kennitala gestgjafa, herbergisfélaga og gests, og svo dagsetningar. Að öðru leiti gilda þær reglur sem fyrir eru t.d. samþykki forráðamanna ef gestgjafi, gestur eða herbergisfélagi er yngri en 18 ára sem og aðrar reglur um umgengni. Við komu á heimavistina þarf gestgjafinn að tilkynna næturgestinn við starfsmann á vakt. Áfengis- og vímuefnaneysla ógildir gistileyfið. Starfsfólk heimavistar MA og VMA

Heimavistin í kvöldfréttum RÚV

Þórhildur Ólafsdóttir fréttamaður RÚV kom í heimsókn á vistina í gær og tók viðtöl við íbúa sem bíða þess að verkfall framhaldsskólakennara leysist. Hér er hægt að nálgast fréttina http://ruv.is/sarpurinn/tiufrettir/19032014-0 en innslagið hefst 01.01.

Verkfall

Kæru íbúar! Að gefnu tilefni er rétt að benda á að ef að til verkfalls framhalsskólakennara kemur verður heimavistin opin. Við biðjum þá íbúa sem ætla að dvelja hér að skrá sig í rauða möppu afgreiðslunni. Starfsmenn Heimavistar MA og VMA