03.03.2015
Kæru íbúar.
Miðvikudagskvöldið 4. mars kl. 19:30 ætla nokkrir 2. árs læknanemar að vera með forvarnarfræðslu á setustofunni fyrir íbúa heimavistarinnar. Læknanemarnir eru á vegum Ástráðs félags læknanema um forvarnarstarf.
Rætt verður t.d. um kynheilbrigði, ótímabærar þunganir og kynsjúkdóma.
Endilega nýtið ykkur að hitta læknanemana til að fræðast og forvitnast.
02.03.2015
Heimavistarráð stendur fyrir FIFA fóboltamóti fimmtudagskvöldið 5. mars. Mótið verður á setustofunni og hefst kl. 20.00. Glæsilegir vinningar verða í boði.
04.02.2015
Gangafundir fyrir íbúa nýju vistar verða haldnir sem hér segir:
Þriðjudaginn 10. febrúar nk.
Íbúar á 1. hæð kl. 18:00
Íbúar á 2. hæð kl. 18:30
Íbúar á 3. hæð kl. 19:00
Íbúar á 4. hæð kl. 19:30
Fundarstaður er á viðkomandi gangi.
Miðvikudaginn 11. febrúar nk.
Íbúar á 5. og 6. hæð kl. 18:00 (íbúar 6. hæðar komi á 5. hæð)
Gangafundir fyrir íbúa gömlu vistar verða á Setustofunni sem hér segir:
Miðvikudagur 11. febrúar kl 18:30 íbúar á Baldursheimi, Sökkvabekk og Fensölum.
Miðvikudagur 11. febrúar kl. 19:00 íbúar á Miðgarði, Jötunheimum, Álfheimum og Loftsölum, Ásgarði og Útgarði.
Þeir íbúar sem ekki geta komið á uppgefnum tíma eru vinsamlegast beðnir að velja sér annan tíma og láta vita í nafnakalli.
Mætið stundvíslega þannig að fundirnir gangi fljótt og vel fyrir sig.
Skyldumæting og nafnakall.
Kveðjur
Starfsfólk heimavistar
02.02.2015
Nú er prófum í MA lokið og MA íbúar að hefja nám á vorönn. VMA íbúar hófu sína vorönn í byrjun ársins. Við taka hefðbundnir dagar á heimavistinni þar sem almennar reglur um aga og umgengni gilda. Framundan eru gangafundir sem verða auglýstir sérstaklega.
12.01.2015
Nú eru íbúar MA í prófum og þá gilda ákveðnar umgengnisreglur:
Reglur á próftíma:
Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur.
Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar.
Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði.
Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð.
Reglulegum próftíma lýkur 23. janúar.
Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði.
Gangi ykkur vel i prófunum
Sýnum öll tillitssemi
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
21.12.2014
Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí sunnudaginn 4. janúar kl. 12.
20.12.2014
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.
18.12.2014
Kæru íbúar.
Heimavistinni verður lokað kl. 12:00 á hádegi, laugardaginn 20. desember.
Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí sunnudaginn 4. janúar kl. 12:00.
Áður en þið yfirgefið herbergin, vinsamlegast gangið úr skugga um að allt sé eins og það á að vera, s.s. gluggar lokaðir, engin rafmagnstæki í gangi, ísskápur tæmdur og farið með rusl í gámana.
Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
10.12.2014
Bendum á að það eru nokkur laus pláss á vistinni á vorönn. Hægt er að sækja um hér á heimasíðunni - umsókn um heimavist.
09.12.2014
Aldís Embla Björnsdóttir íbúi á heimavist og nemandi í MA varð hlutskörpust í samkeppni akureyrskra ungskálda um skapandi skrif fyrir söguna Einræðisherrann. Eins og fram kemur í Vikudegi þá standa Amtsbókasafnið á Akureyri, Akureyrarstofa, Ungmenna-Húsið, Háskólinn á Akureyri, MA og VMA með stuðningi Menningarráðs Eyþings að samkeppninnni.
Umsögn dómnefndar:
Einræðisherra eftir Aldísi Emblu Björnsdóttur
Einræðisherra er forvitnileg og vel stíluð smásaga - eða örsaga. Sjónarhornið er skemmtilegt og sögumaður óvenjulegur - enda ekki oft sem smábörn á fyrsta ári láta móðann mása. En merkilegt nokk er þessi ungi sögumaður trúverðugur. Það kannast margir við þetta eigingjarna, stjórnsama eða hreinlega freka barn sem þarna fær rödd. Hnyttinn endirinn varpar hins vegar nýju ljósi á krílið - og sýnir að hér er á ferð lunkinn höfundur.
Starfsfólk heimavistar óskar Aldísi Emblu til hamingju með verðlaunin.