Gangafundir á mánudag og þriðjudag

Gangafundir á nýju vist verða haldnir sem hér segir: Mánudaginn 22. september Íbúar á 1. hæð kl. 19:00 Íbúar á 2. hæð kl. 19:30 Íbúar á 3. hæð kl. 20:00 Fundarstaður er á viðkomandi gangi Þriðjudaginn 23. september Íbúar á 4. hæð kl. 18:00 Íbúar á 5. og 6. hæð kl. 18:30 (íbúar 6. hæðar komi á 5. hæð) Gangafundur fyrir íbúa gömlu vistar kl. 19:00 og er fundurinn haldinn í Setustofunni Skyldumæting og nafnakall

Störf í boði....

Óskum eftir íbúum til starfa við þrif o.fl. nokkra tíma á viku á heimavistinni. Nánari upplýsingar fást hjá Rósu Maríu. Umsóknir með upplýsingum um fullt nafn, kennitölu og símanúmer sendast á netfangið rosa@heimavist.is fyrir 26. september nk.

Íbúi heimavistar gullverðlaunahafi á Íslandsmeistaramóti

Þorgbergur Guðmundsson íbúi á heimavist og nemandi í VMA varð stigameistari í réttstöðulyfu í 120+ kg flokki karla á Íslandsmeistaramóti sem haldið var í Smáranum um síðustu helgi. Í karla­flokki var keppn­in tví­sýn fram­an af, eða þar til Þor­berg­ur gerði sér lítið fyr­ir og togaði upp 340 kg í síðustu lyftu móts­ins í +120 kg flokki ung­linga og fékk 190,026 stig. Starfsfólk Heimavistar MA og VMA óskar Þorbergi til hamingju með árangurinn.

Heimavistin verður opnuð fyrir innritun MA íbúa sunnudaginn 14. september

Nú styttist í að Menntaskólinn hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans. Heimavistin verður opnuð fyrir innritun sunnudaginn 14. september frá klukkan 13 til 20 og mánudaginn 15. september frá klukkan 8:30 til 20. Mennstaskólinn verður settur mánudaginn 15. september. Íbúar eiga þegar að hafa fengið leigusamninga og önnur gögn send í pósti.

Heita vatnið

Kæru íbúar. Vegna viðgerða hjá Norðurorku verður ekkert heitt vatn í húsinu frá kl. 04:00 og fram eftir degi, aðfararnótt fimmtudagins 4. september.

Vaktsími á heimavist

Minnum foreldra og forráðamenn á að hægt er að ná í starfsmann á vakt allan sólarhringinn. Númerið er 899 1602 eða 455 1602.

Heimavistin verður opnuð fyrir innritun MA íbúa sunnudaginn 14. september

Nú styttist í að Menntaskólinn hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans. Heimavistin verður opnuð fyrir innritun sunnudaginn 14. september frá klukkan 13 til 20 og mánudaginn 15. september frá klukkan 8:30 til 20. Mennstaskólinn verður settur mánudaginn 15. september. Íbúar fá leigusamninga og önnur gögn send viku fyrir upphaf skóla.

Heimavistin verður opnuð fyrir innritun VMA íbúa miðvikudaginn 20. ágúst

Nú styttist í að Verkmenntaskólinn hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans. Heimavistin verður opnuð fyrir innritun miðvikudaginn 20. ágúst frá klukkan 13:00 til 21 og fimmtudaginn 21. ágúst frá klukkan 08:30 til 20. Stundatöflur nemenda verða afhentar fimmtudaginn 21. ágúst. Íbúar fá leigusamninga og önnur gögn send viku fyrir upphaf skóla.

Umsækjendur teknir inn af biðlista

Í gær 10. júlí var eindagi á greiðslu staðfestingar- og tryggingargjalds fyrir umsækjendur um heimavist skólaárið 2014-2015. Eins og fram kom í bréfi til íbúa er litið svo á að þeir sem ekki greiddu á eindaga hafi hætt við búsetu á vistinni og íbúar af biðlista teknir inn á vistina í staðinn. Þeir umsækjendur sem lentu á biðlista og fá inni fá bréf og reikning sendan í pósti eftir miðjan mánuð og þurfa að staðfesta dvölina með greiðslu fyrir 28. júlí n.k.

Eindagi staðfestingar- og tryggingargjalds er í dag 10. júlí

Eindagi staðfestingar- og tryggingargjalds er í dag 10. júlí. Greiðsluseðlar/kröfur vegna staðfestingar- og tryggingargjalds voru stofnaðir/-ar á kennitölu íbúa í innheimtukerfi Arion banka. Einnig er hægt að millifæra beint á Lund en bankaupplýsingar komu fram á reikningi sem íbúar fengu sendan.