22.09.2014
Gangafundir á nýju vist verða haldnir sem hér segir:
Mánudaginn 22. september
Íbúar á 1. hæð kl. 19:00
Íbúar á 2. hæð kl. 19:30
Íbúar á 3. hæð kl. 20:00
Fundarstaður er á viðkomandi gangi
Þriðjudaginn 23. september
Íbúar á 4. hæð kl. 18:00
Íbúar á 5. og 6. hæð kl. 18:30 (íbúar 6. hæðar komi á 5. hæð)
Gangafundur fyrir íbúa gömlu vistar kl. 19:00 og er fundurinn haldinn í Setustofunni
Skyldumæting og nafnakall
22.09.2014
Óskum eftir íbúum til starfa við þrif o.fl. nokkra tíma á viku á heimavistinni. Nánari upplýsingar fást hjá Rósu Maríu. Umsóknir með upplýsingum um fullt nafn, kennitölu og símanúmer sendast á netfangið rosa@heimavist.is fyrir 26. september nk.
22.09.2014
Þorgbergur Guðmundsson íbúi á heimavist og nemandi í VMA varð stigameistari í réttstöðulyfu í 120+ kg flokki karla á Íslandsmeistaramóti sem haldið var í Smáranum um síðustu helgi. Í karlaflokki var keppnin tvísýn framan af, eða þar til Þorbergur gerði sér lítið fyrir og togaði upp 340 kg í síðustu lyftu mótsins í +120 kg flokki unglinga og fékk 190,026 stig.
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA óskar Þorbergi til hamingju með árangurinn.
09.09.2014
Nú styttist í að Menntaskólinn hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans.
Heimavistin verður opnuð fyrir innritun sunnudaginn 14. september frá klukkan 13 til 20 og mánudaginn 15. september frá klukkan 8:30 til 20.
Mennstaskólinn verður settur mánudaginn 15. september.
Íbúar eiga þegar að hafa fengið leigusamninga og önnur gögn send í pósti.
03.09.2014
Kæru íbúar.
Vegna viðgerða hjá Norðurorku verður ekkert heitt vatn í húsinu frá kl. 04:00 og fram eftir degi, aðfararnótt fimmtudagins 4. september.
27.08.2014
Minnum foreldra og forráðamenn á að hægt er að ná í starfsmann á vakt allan sólarhringinn. Númerið er 899 1602 eða 455 1602.
22.08.2014
Nú styttist í að Menntaskólinn hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans.
Heimavistin verður opnuð fyrir innritun sunnudaginn 14. september frá klukkan 13 til 20 og mánudaginn 15. september frá klukkan 8:30 til 20.
Mennstaskólinn verður settur mánudaginn 15. september.
Íbúar fá leigusamninga og önnur gögn send viku fyrir upphaf skóla.
05.08.2014
Nú styttist í að Verkmenntaskólinn hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans.
Heimavistin verður opnuð fyrir innritun miðvikudaginn 20. ágúst frá klukkan 13:00 til 21 og fimmtudaginn 21. ágúst frá klukkan 08:30 til 20.
Stundatöflur nemenda verða afhentar fimmtudaginn 21. ágúst.
Íbúar fá leigusamninga og önnur gögn send viku fyrir upphaf skóla.
11.07.2014
Í gær 10. júlí var eindagi á greiðslu staðfestingar- og tryggingargjalds fyrir umsækjendur um heimavist skólaárið 2014-2015. Eins og fram kom í bréfi til íbúa er litið svo á að þeir sem ekki greiddu á eindaga hafi hætt við búsetu á vistinni og íbúar af biðlista teknir inn á vistina í staðinn.
Þeir umsækjendur sem lentu á biðlista og fá inni fá bréf og reikning sendan í pósti eftir miðjan mánuð og þurfa að staðfesta dvölina með greiðslu fyrir 28. júlí n.k.
10.07.2014
Eindagi staðfestingar- og tryggingargjalds er í dag 10. júlí. Greiðsluseðlar/kröfur vegna staðfestingar- og tryggingargjalds voru stofnaðir/-ar á kennitölu íbúa í innheimtukerfi Arion banka. Einnig er hægt að millifæra beint á Lund en bankaupplýsingar komu fram á reikningi sem íbúar fengu sendan.