Húsreglur í próftíð

Kæru vistarbúar, þegar próftíð er í gangi gilda reglurnar hér að neðan • Próftími hefst mánudaginn 2. desember kl. 14:00 • Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn • Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur • Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00 • Á próftíma er drykkur alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar • Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði • Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð • Reglulegum próftíma líkur 13. des. kl. 14:00 Sjúkrapróf eru 16. og 17. desember og eru íbúar beðnir um að sýna tillitssemi meðan á þeim stendur • Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði Gangi ykkur vel í prófunum Sýnum öll tillitsemi Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Íbúi heimavistar verður fulltrúi Íslands í ræðukeppni í London

Eins og fram kom á heimasíðu MA þá vann Ásgerður Ólöf Ásgeirsdóttir nemandi á fjórða ári í MA og íbúi á heimavist ræðukeppni hér á landi sem haldin var á vegum ESU (English Speaking Union) og FEKÍ (Félag enskukennarafélags á Íslandi). Ásgerður mun keppa fyrir Íslands hönd í London í maí á næsta ári við fulltrúa frá 50 þjóðlöndum. Starfsfólk heimavistar óskar Ásgerði til hamingju með sigurinn.

Vaktsími á heimavist

Minnum foreldra og forráðamenn á að hægt er að ná í starfsmann á vakt allan sólarhringinn. Númerið er 899 1602 eða 455 1602.

Kosning í Heimavistarráð skólaárið 2013-2014

Kosning í Heimavistarráð hefur farið fram og var Ágúst Gestur Guðbjargarson kosinn forseti . André Sandö fékk kosningu í embætti varaforseta og Eyrún Þórsdóttir í embætti ritara. Við óskum þeim öllum til hamingju.

Heimavistarráð veturinn 2013 – 2014

Kosning hefur farið fram í Heimavistarráð MA og VMA fyrir veturinn 2013 – 2014. Við bjóðum nýja fulltrúa velkomna og óskum þeim velfarnaðar í þeim fjölmörgu störfum sem þeir taka að sér í þágu íbúanna. Úrslit kosninganna er sem hér segir í stafrófsröð: André Sandö Ágúst Gestur Guðbjargarson Dion Helgi Duff Hrafnkelsson Eyrún Þórsdóttir Kristín Júlía Ásgeirsdóttir Lilja Björg Jónsdóttir Pálmi John Price Þórarinsson

Tveir íbúar heimavistarinnar fengu Forsetamerki skátahreyfingarinnar

Tveir íbúar heimavistarinnar þær Agnes Ósk Hreinsdóttir og Elva Dögg Káradóttir fengu Forsetamerki skátahreyfingarinnar afhent við hátíðlega athöfn laugardaginn 28. september s.l. Forseti Íslands afhenti Forsetamerkið við hátíðlega athöfn í Bessastaðakirkju en merkið er veitt fyrir sérstakan árangur í skátastarfi. Alls voru átján skátar sem fengu forsetamerkið afhent.

Gangafundir með íbúum heimavistarinnar

Almennir fundir heimavistar s.k. gangafundir þar sem farið er yfir reglur og ýmis praktísk atriði með íbúum eru haldnir á hverju ári í upphafi haustmisseris. Nú þegar er búið að funda með íbúum á nýju vistinni og í kvöld verður fundað með íbúum gömlu vistarinnar. Líkt og fram kemur í reglum heimavistarinnar er skyldumæting á fundina.

Heimavistin verður opnuð fyrir innritun MA íbúa fimmtudaginn 12. september 2013

Nú styttist í að Menntaskólinn á Akureyri hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans. Heimavistin verður opnuð fyrir innritun fimmtudaginn 12. september frá klukkan 13:00 til 21 og föstudaginn 13. september frá klukkan 08:30 til 20. Stundatöflur nemenda verða afhentar föstudaginn 13. september. Þeir íbúar sem ekki hafa tök á að koma á ofangreindum tíma geta innritað sig og fengið lykil á sunnudeginum frá kl. 15.-18.

Kynningarfundur fyrir nýja íbúa á heimavistinni

Minnum á stuttan kynningarfund fyrir nýja íbúa á heimavistinni í kvöld þriðjudaginn 3. september kl. 19.30. Fundurinn verður haldinn í setustofunni.

Opnunartímar mötuneytis og þvottahúss.