Undankeppnir fyrir hina árlegu söngkeppni framhaldsskólanna hefur farið fram.
Söngkeppni VMA var haldin í Gryfjunni 20. febrúar s.l. og voru 14 atriði skráð til keppninnar eins og fram kom
á heimsíðu VMA. Þórdís Alda Ólafsdóttir nemandi í VMA og íbúi
á heimavist varð í þriðja sæti og fékk jafnframt viðurkenningu fyrir bestu sviðsframkomuna.
Þórdís Alda Ólafsdóttir
Söngkeppni MA var haldin í Hofi 25. febrúar s.l. og voru 13 atriði skáð til keppninnar eins og fram kom á heimasíðu MA. Karlotta Sigurðardóttir nemandi í MA og íbúi á heimavist bar sigur úr bítum og Valgerður María Þorsteinsdóttir einnig íbúi á heimavist varð í öðru sæti. Karlotta verður því fulltrúi MA í söngkeppni framhaldsskólanna.
Karlotta Sigurðardóttir tekur við verðlaununum
Starfsfólk óskar Karlottu, Valgerði og Þórdísi til hamingju með árangurinn.