22.04.2013
Umsókn á heimavistina fyrir skólaárið 2013 - 2014 er tilbúin, sjá UMSÓKN UM HEIMAVIST.
Umsóknarfrestur er til 10. júní.
10.04.2013
Þeir sem ætla að sækja um að fá næturgest (einn gest á íbúa) þegar söngkeppnin verður haldin, skulu gera það fyrir
kl 16:00 þriðjudaginn 16. apríl.
Að öðru leiti gilda þær reglur sem fyrir eru t.d. samþykki forráðamanna ef gestgjafi, gestur eða herbergisfélagi er yngri en 18 ára sem og aðrar reglur um umgengni.
Við komu á heimavistina þarf gestgjafinn að tilkynna næturgestinn við starfsmann á vakt.
Áfengis- og vímuefnaneysla ógildir gistileyfið.
Starfsfólk heimavistar MA og VMA
05.04.2013
Heimavistarráð stendur fyrir kvöldvöku þriðjudagskvöldið 16. apríl kl. 20. Kvöldvakan er ætluð íbúum heimavistar og verður hún haldin í Kvosinni samkomusal MA. Á kvöldvökunni verður boðið upp á fjölbreytt heimatilbúin skemmtiatriði auk þess sem kosið verður um herra og frú heimavist. Veitingar verða í boði heimavistarráðs. Hvetjum alla íbúa til að missa ekki af skemmtilegri kvöldstund.
30.03.2013
Við óskum íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Heimavistin verður opnuð aftur þriðjudaginn 2. april kl. 9.
18.03.2013
Heimavistin verður lokuð kl. 12. á hádegi laugardaginn 23. mars. Opnum aftur eftir páskafrí þriðjudaginn 2. apríl kl. 9.
18.03.2013
Miðvikudagskvöldið 20. mars n.k. ætlar heimavistarráð að bjóða íbúum vistarinnar upp á kvöldkaffi með skúffukökum og vöfflum. Kvöldkaffið verður í matsalnum og hefst kl. 20.
14.03.2013
Heimavistarráð stendur fyrir páskabingói þriðjudagskvöldið 19. mars kl. 20 á setustofu heimavistar. Glæsilegir vinningar verða í boði t.d. sundmiðar, pizzur og síðast en ekki síst páskaegg.
22.02.2013
Ársfundur Lundar 2012 verður fimmtudaginn 28. febrúar n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar.
Dagskrá ársfundar:
1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2011/2012 til kynningar.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2011/2012.
3. Önnur mál.
Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólanna á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.
21.02.2013
Heimavistarráð stendur fyrir Pub Quis spurningaleik miðvikudagskvöldið 27. febrúar kl. 20 á setustofu heimavistar. Íbúar eru hvattir til að koma og spreyta sig og eiga saman skemmtilega kvöldstund. Verðlaun í boði.
31.01.2013
Gangafundir fyrir íbúa nýju vistarinnar verða mánudaginn 4. febrúar. Tímasetningar verða hengdar upp á hverjum gangi fyrir sig.
Gangafundir á gömlu vistinni verða miðvikudaginn 6. febrúar og verða fundartímar hengdir upp á hverjum gangi fyrir sig.
Skyldumæting er á fundina, en ef uppgefinn fundartími hentar ekki, má mæta á öðrum tíma.