Próftími á heimavist

Nú er próftími á Heimavist MA og VMA. Á próftíma eru allir tillitssamir og ganga hljóðlega um. Engar gestakomur eru leyfðar nema með leyfi vaktmanns. Næturgestir eru ekki leyfðir á próftíma.

Próftími á heimavist

Nú er próftími á Heimavist MA og VMA. Á próftíma eru allir tillitssamir og ganga hljóðlega um. Engar gestakomur eru leyfðar nema með leyfi vaktmanns. Næturgestir eru ekki leyfðir á próftíma.

Kvöldvaka Heimavistarráðs fimmtudagskvöldið 26. apríl kl. 20

Heimavistarráð stendur fyrir kvöldvöku fimmtudagskvöldið 26. apríl kl. 20. Kvöldvakan er ætluð íbúum heimavistar og verður hún haldin í Kvosinni samkomusal MA. Á kvöldvökunni verður boðið upp á fjölbreytt heimatilbúin skemmtiatriði auk þess sem kosið verður um herra og frú heimavist. Veitingar verða í boði heimavistarráðs. Hvetjum alla íbúa til að missa ekki af skemmtilegri kvöldstund.

Netið á heimavistinni

Nethraðinn á heimavistinni hefur ekki verið sem skyldi undanfarið, auk þess sem notkunin á vistinni hefur haft áhrif á skólastarf MA, en netið á vistinni fer í gegnum FS net MA. Til að bregðast við þessu verður umferð á netinu takmörkuð til reynslu á skólatíma eða frá kl. 8-16 á virkum dögum. Íbúar eiga sem fyrr að getað notað helstu vafra og sótt tölvupósta.

Gleðilegt sumar - Vöfflukaffi í tilefni dagsins frá kl. 15 -16.30

Í tilefni dagsins þá stendur Heimavistarráð fyrir opnu húsi í dag sumardaginn fyrsta frá kl. 15-16.30. Boðið verður upp á vöfflur og skúffuköku sem fulltrúar í Heimavistarráði sjá um að baka. Fólk er hvatt til að kíkja við á heimavistinni, gæða sér á veitingum og hitta íbúana.

Besta tillagan í hugmyndasamkeppni um merki Lundar

Efnt var á dögunum til samkeppni um merki fyrir Lund sjálfseignarstofnun sem á og rekur Heimavist MA og VMA. Öllum nemendum í MA og VMA var frjálst að taka þátt og var frestur til að skila inn tillögum til 24. mars s.l. Peningaverðlaun fyrir bestu tillöguna voru alls 25.000 krónur og er það Viktor Örn Valdimarsson nemandi í VMA sem hlýtur verðlaunin fyrir sína tillögu. Merkið verður fljótlega til sýnis á heimasíðunni. Við þökkum þeim sem tóku þátt í samkeppninni og óskum Viktori til hamingju.

Opið hús á heimavistinni á Sumardaginn fyrsta frá kl. 15 -16.30

Heimavistarráð stendur fyrir opnu húsi á Sumardaginn fyrsta frá kl. 15-16.30. Boðið verður upp á vöfflur og skúffuköku sem fulltrúar í Heimavistarráði sjá um að baka. Fólk er hvatt til að kíkja við á heimavistinni, gæða sér á veitingum og hitta íbúana.

Umsókn um heimavist fyrir skólaárið 2012-2013

Umsóknareyðublað fyrir heimavistina skólaárið 2012-2013 er komið inn á heimasíðuna. Hægt er að senda umsóknina í pósti eða á netfangið rosa@heimavist.is Núverandi íbúar sem ætla að vera á heimavistinni næsta skólaár geta sótt um á netfangið rosa@heimavist.is eða skilað umsókn til Rósu Maríu þjónustustjóra. Umsóknarfrestur er til 8. júní.

Lokun á Heimavist MA og VMA yfir páska

Heimavist MA og VMA verður lokað um hádegi laugardaginn 31. mars. Við opnum aftur eftir páska, þriðjudaginn 10. apríl kl. 8.

Gleðilega páska

Við óskum íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Heimavistin verður opnuð aftur þriðjudaginn 10. april kl. 8.