Umsækjendur um heimavist skólárið 2012-2013 eiga þegar að hafa fengið sent bréf í pósti.
Þeir umsækjendur hafa fengið staðfestingu á heimavist þurfa að staðfesta búsetu sína á heimavistinni næsta skólaár með því að greiða annars vegar óendurkræft staðfestingar- og skráningargjald og hins vegar tryggingargjald. Eindagi á greiðslu er 20. júlí. Staðfestingar- og skráningargjaldið er að upphæð 7.000 kr. en tryggingargjaldið að upphæð 27.000 kr. Með staðfestingar- og skráningargjaldinu er greitt m.a. fyrir þinglýsingu húsaleigusamnings, en á grundvelli hans og vottorðs um skólavist geta leigjendur og forráðamenn þeirra sótt um húsaleigubætur þar sem leigjandinn hefur lögheimili. Við lok leigutímans og að lokinni úttekt á húsnæðinu endurgreiðist tryggingargjaldið svo framarlega sem engar skemmdir hafa orðið á húsnæði og búnaði, gerð hafa verið skil á leigugreiðslum, netgjaldi, prentkostnaði ef einhver og athugasemdir ekki gerðar við þrif.
Reikningar hafa verið sendir í pósti en einnig hafa kröfur verið stofnaðir/-ar á kennitölu íbúa í innheimtukerfi Arion banka og því er unnt að greiða þær án þess að hafa reikningana undir höndum. Það er gert með því að hafa samband við þjónustuver eða þjónustufulltrúa í þínum viðskiptabanka eða sparisjóði.
Ef greiðsluseðill berist ekki er hægt að greiða staðfestingar- og tryggingargjaldið að upphæð 34.000 kr. inn á bankareikning Lundar rekstrarfélags:
Reikningur: 0302-26-6252. Kennitala Lundar rekstrarfélags: 630107-0160
Mikilvægt er að kennitala viðkomandi íbúa komi fram sem skýring við greiðslu. Staðfestingar- og tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við komuna á heimavistina.
Tekið verður inn af biðlista fyrstu dagana í ágúst.