Páskabingó þriðjudagskvöldið 27. mars fyrir íbúa heimavistar

Heimavistarráð stendur fyrir páskabingói þriðjudagskvöldið 27. mars kl. 20 á setustofu heimavistar. Glæsilegir vinningar verða í boði t.d gjafabréf, símainneign, sundmiðar, pizzur og síðast en ekki síst páskaegg. Allir þátttakendur fá glaðning.

Lokun á Heimavist MA og VMA yfir páska

Heimavist MA og VMA verður lokað um hádegi laugardaginn 31. mars. Við opnum aftur eftir páska, þriðjudaginn 10. apríl.

"Ísland í dag" heimsækir Heimavist MA og VMA

Íbúar Heimavistar MA og VMA fengu óvænta heimsókn frá þáttastjórnendum "Ísland í dag" í vikunni sem vildu kynna sér lífið á heimavistinni. Hér má sjá afrakstur heimsóknarinnar sem sýnt var í þættinum "Ísland í dag" á Stöð 2 föstudagskvöldið 23. mars.

Tilkynning frá þvottahúsi

Biðjum íbúa að skoða hvort þeir eigi þvott í óskilahorninu. Athugið að í lok skólaársins fer óskilaþvottur til Rauða krossins. Svava og Sigrún

Pub Quis þriðjudagskvöldið 13. mars

Heimavistarráð stendur fyrir Pub Quis spurningaleik í þriðja sinn í vetur þriðjudagskvöldið 13. febrúar kl. 20 á setustofu heimavistar. Sem fyrr er um laufléttan og skemmtilegan spurningaleik að ræða þar sem veitt verða verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti.

Pub Quis í annað sinn, þriðjudagskvöldið 28. febrúar

Heimavistarráð stendur fyrir Pub Quis spurningaleik í annað sinn í vetur þriðjudagskvöldið 28. febrúar kl. 20 á setustofu heimavistar. Góð mæting var á síðasta Pub Quis enda er spurningaleikurinn einfaldur og skemmtilegur. Íbúar eru hvattir til að koma og spreyta sig. Sem fyrr verða vegleg verðlaun í boði.

Hugmyndasamkeppni um merki Lundar - frestur til 24. mars

Efnt er til samkeppni um merki (lógó) fyrir Lund sjálfseignarstofnun sem á og rekur Heimavist MA og VMA. Öllum nemendum í MA og VMA er frjálst að taka þátt í samkeppninni og er frestur til að skila inn tillögum til 24. mars nk. Merkið þarf að henta fyrir ýmiskonar kynningarefni (s.s bréfsefni, umslög og auglýsingar). Æskilegt er að merkið sé einfalt í prentun og í einum lit. Dómnefndin sem skipuð er skólameisturum MA og VMA, heimavistarstjóra, fulltrúa heimavistarráðs og fulltrúa Lundar, velur úr innsendum tillögum. Athugið að Lundur ses áskilur sér rétt til að nýta ekki vinningstillöguna. Veitt verða peningaverðlaun að upphæð 25.000 krónur fyrir bestu tillöguna. Úrslit verða kynnt á sumardaginn fyrsta, 19. apríl n.k. á opnu húsi heimavistar, en þar verður jafnframt hægt að skoða þær tillögur sem bárust. Tillögum að merkinu/lógóinu skal skila til Heimavistar MA og VMA, Eyrarlandsvegi 28, 600 Akureyri á tölvutæku formi í umslagi merktu með dulnefni. Í umslaginu skal vera lokað umslag með nafni höfundar.

Bíókvöld þriðjudagskvöldið 21. febrúar

Heimavistarráð stendur fyrir bíókvöldi þriðjudagskvöldið 21. febrúar kl. 20 í setustofunni. Allir íbúar hvattir til að mæta.

Pub Quis þriðjudagskvöldið 14. febrúar

Heimavistarráð stendur fyrir Pub Quis spurningaleik þriðjudagskvöldið 14. febrúar kl. 20 á setustofu heimavistar. Spurningaleikurinn er einfaldur og allir íbúar geta tekið þátt, en tveir eru saman í liði. Vegleg verðlaun verða í boði.

Hlífðardýnur

Minnum íbúa á að hægt er að sækja hreinar hlífðardýnur í afgreiðsluna hjá starfsmanni. Mikilvægt er að hafa hlífðardýnur til að verja dýnurnar.