22.06.2012
Líkt og undanfarin ár er mikil aðsókn að heimavistinni en umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár rann út 8. júní s.l. Það eru skólarnir sem sjá um að forgangsraða nemendum á heimavistina en líklegt er að einhverjir fari á biðlista. Í næstu viku verða send út bréf til umsækjenda.
17.06.2012
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum MA innilega til hamingju með daginn.
06.06.2012
Efnt var á dögunum til samkeppni um merki fyrir Lund sjálfseignarstofnun sem á og rekur Heimavist MA og VMA. Viktor Örn Valdimarsson nemandi í VMA átti vinningstillöguna sem hér birtist.
30.05.2012
Kæru íbúar.
Þeir íbúar sem þurfa að vera lengur á heimavistinni vegna sjúkra- og endurtökuprófa eða útskriftar, verða að tilkynna það sem fyrst til Rósu Maríu á netfangið rosa@heimavist.is
26.05.2012
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum VMA innilega til hamingju með daginn.
25.05.2012
Nú er próftími á Heimavist MA og VMA. Á próftíma eru allir tillitssamir og ganga hljóðlega um. Engar gestakomur eru leyfðar nema með leyfi vaktmanns. Næturgestir eru ekki leyfðir á próftíma.
03.05.2012
Nú er próftími á Heimavist MA og VMA. Á próftíma eru allir tillitssamir og ganga hljóðlega um. Engar gestakomur eru leyfðar nema með leyfi vaktmanns. Næturgestir eru ekki leyfðir á próftíma.
23.04.2012
Heimavistarráð stendur fyrir kvöldvöku fimmtudagskvöldið 26. apríl kl. 20. Kvöldvakan er ætluð íbúum heimavistar og verður hún haldin í Kvosinni samkomusal MA. Á kvöldvökunni verður boðið upp á fjölbreytt heimatilbúin skemmtiatriði auk þess sem kosið verður um herra og frú heimavist. Veitingar verða í boði heimavistarráðs. Hvetjum alla íbúa til að missa ekki af skemmtilegri kvöldstund.
23.04.2012
Nethraðinn á heimavistinni hefur ekki verið sem skyldi undanfarið, auk þess sem notkunin á vistinni hefur haft áhrif á skólastarf MA, en netið á vistinni fer í gegnum FS net MA.
Til að bregðast við þessu verður umferð á netinu takmörkuð til reynslu á skólatíma eða frá kl. 8-16 á virkum dögum. Íbúar eiga sem fyrr að getað notað helstu vafra og sótt tölvupósta.
19.04.2012
Í tilefni dagsins þá stendur Heimavistarráð fyrir opnu húsi í dag sumardaginn fyrsta frá kl. 15-16.30. Boðið verður upp á vöfflur og skúffuköku sem fulltrúar í Heimavistarráði sjá um að baka. Fólk er hvatt til að kíkja við á heimavistinni, gæða sér á veitingum og hitta íbúana.