19.04.2012
Efnt var á dögunum til samkeppni um merki fyrir Lund sjálfseignarstofnun sem á og rekur Heimavist MA og VMA. Öllum nemendum í MA og VMA var frjálst að taka þátt og var frestur til að skila inn tillögum til 24. mars s.l.
Peningaverðlaun fyrir bestu tillöguna voru alls 25.000 krónur og er það Viktor Örn Valdimarsson nemandi í VMA sem hlýtur verðlaunin fyrir sína tillögu. Merkið verður fljótlega til sýnis á heimasíðunni.
Við þökkum þeim sem tóku þátt í samkeppninni og óskum Viktori til hamingju.
17.04.2012
Heimavistarráð stendur fyrir opnu húsi á Sumardaginn fyrsta frá kl. 15-16.30. Boðið verður upp á vöfflur og skúffuköku sem fulltrúar í Heimavistarráði sjá um að baka. Fólk er hvatt til að kíkja við á heimavistinni, gæða sér á veitingum og hitta íbúana.
13.04.2012
Umsóknareyðublað fyrir heimavistina skólaárið 2012-2013 er komið inn á heimasíðuna. Hægt er að senda umsóknina í pósti eða á netfangið rosa@heimavist.is
Núverandi íbúar sem ætla að vera á heimavistinni næsta skólaár geta sótt um á netfangið rosa@heimavist.is eða skilað umsókn til Rósu Maríu þjónustustjóra.
Umsóknarfrestur er til 8. júní.
28.03.2012
Heimavist MA og VMA verður lokað um hádegi laugardaginn 31. mars. Við opnum aftur eftir páska, þriðjudaginn 10. apríl kl. 8.
28.03.2012
Við óskum íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Heimavistin verður opnuð aftur þriðjudaginn 10. april kl. 8.
26.03.2012
Heimavistarráð stendur fyrir páskabingói þriðjudagskvöldið 27. mars kl. 20 á setustofu heimavistar. Glæsilegir vinningar verða í boði t.d gjafabréf, símainneign, sundmiðar, pizzur og síðast en ekki síst páskaegg. Allir þátttakendur fá glaðning.
25.03.2012
Heimavist MA og VMA verður lokað um hádegi laugardaginn 31. mars. Við opnum aftur eftir páska, þriðjudaginn 10. apríl.
23.03.2012
Íbúar Heimavistar MA og VMA fengu óvænta heimsókn frá þáttastjórnendum "Ísland í dag" í vikunni sem vildu kynna sér lífið á heimavistinni. Hér má sjá afrakstur heimsóknarinnar sem sýnt var í þættinum "Ísland í dag" á Stöð 2 föstudagskvöldið 23. mars.
14.03.2012
Biðjum íbúa að skoða hvort þeir eigi þvott í óskilahorninu. Athugið að í lok skólaársins fer óskilaþvottur til Rauða krossins.
Svava og Sigrún
13.03.2012
Heimavistarráð stendur fyrir Pub Quis spurningaleik í þriðja sinn í vetur þriðjudagskvöldið 13. febrúar kl. 20 á setustofu heimavistar. Sem fyrr er um laufléttan og skemmtilegan spurningaleik að ræða þar sem veitt verða verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti.