Kvöldkaffi miðvikudagskvöldið 20. mars í boði heimavistarráðs

Miðvikudagskvöldið 20. mars n.k. ætlar heimavistarráð að bjóða íbúum vistarinnar upp á kvöldkaffi með skúffukökum og vöfflum. Kvöldkaffið verður í matsalnum og hefst kl. 20.

Páskabingó þriðjudagskvöldið 19.mars

Heimavistarráð stendur fyrir páskabingói þriðjudagskvöldið 19. mars kl. 20 á setustofu heimavistar. Glæsilegir vinningar verða í boði t.d. sundmiðar, pizzur og síðast en ekki síst páskaegg.

Ársfundur Lundar

Ársfundur Lundar 2012 verður fimmtudaginn 28. febrúar n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar. Dagskrá ársfundar: 1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2011/2012 til kynningar. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2011/2012. 3. Önnur mál. Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólanna á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.

Pub Quis miðvikudaginn 27. febrúar - Ath. breytt dagsetning

Heimavistarráð stendur fyrir Pub Quis spurningaleik miðvikudagskvöldið 27. febrúar kl. 20 á setustofu heimavistar. Íbúar eru hvattir til að koma og spreyta sig og eiga saman skemmtilega kvöldstund. Verðlaun í boði.

Gangafundir

Gangafundir fyrir íbúa nýju vistarinnar verða mánudaginn 4. febrúar. Tímasetningar verða hengdar upp á hverjum gangi fyrir sig. Gangafundir á gömlu vistinni verða miðvikudaginn 6. febrúar og verða fundartímar hengdir upp á hverjum gangi fyrir sig. Skyldumæting er á fundina, en ef uppgefinn fundartími hentar ekki, má mæta á öðrum tíma.

Bíókvöld þriðjudaginn 5. febrúar kl. 20

Heimavistarráð stendur fyrir bíókvöldi þriðjudagskvöldið 5. febrúar kl. 20 í setustofunni. Sýnd verður myndin Svartur á leik. Boðið verður upp á popp og snakk. Allir íbúar hvattir til að mæta

Próftími

Próftími á Heimavist MA og VMA hefst 8. janúar kl. 14:00 Á próftíma eru allir tillitssamir og ganga hljóðlega um. Engar gestakomur eru leyfðar nema með leyfi vaktmanns. Næturgestir eru ekki leyfðir á próftíma.

Gleðilega hátíð

Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí fimmtudaginn 3. janúar kl. 9:00.

Brautskráning í VMA

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum VMA innilega til hamingju með daginn.

Lokað um jól og áramót

Kæru íbúar. Heimavistinni verður lokað kl. 12:00 á hádegi, föstudaginn 21. desember. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí fimmtudaginn 3. janúar kl. 9:00. Áður en þið yfirgefið herbergin, vinsamlegast gangið úr skugga um að allt sé eins og það á að vera, s.s. lokaðir gluggar, engin rafmagnstæki í gangi, ísskápur tæmdur og ruslið í gámana Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári. Starfsfólk Heimavistar MA og VMA