Endurgreiðslur fæðisgjalda í verkfalli.

Þeir mötuneytisfélagar sem ekki nýttu sér þjónustu mötuneytisins í verkfallinu fá enurgreitt 60% af fæðisgjöldum þann fæðisdagafjölda sem vantar uppá vorönn. Eingöngu þeir sem eru skuldlausir við mötuneytið fá endugreitt en hjá hinum verður skuldin lækkuð sem endurgreiðslunni nemur. Þeir sem greiddu með greiðsluseðli og hafa gert upp að fullu eru beðnir að senda upplýsingar með reikningsnúmeri, kennitölu reiknigseiganda á netfangið marsilia@ma.is taka þarf fram fyrir hvaða mötuneytisfélaga er verið að sækja endurgreiðslu. Þeir sem greiða með raðgreiðslum fá lækkun á næstu greiðslu af kortinu.

Lokað um páskana á heimavist

Heimavistin verður lokuð kl. 12. á hádegi laugardaginn 12. apríl. Opnum aftur eftir páskafrí mánudaginn 21. apríl kl. 12.

Söngkeppni framhaldsskólanna 5. apríl nk.

Söngkeppni framhaldsskólanna Þeir íbúar sem ætla að sækja um að fá næturgest (einn á íbúa) þegar söngkeppnin verður haldin, skulu gera það fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 1. apríl. Þeir íbúar sem ekki eru á heimavistinni til að fylla út umsóknareyðublaðið, mega senda tölvupóst á rosa@heimavist.is þar sem kemur fram herbergisnúmer, fullt nafn og kennitala gestgjafa, herbergisfélaga og gests, og svo dagsetningar. Að öðru leiti gilda þær reglur sem fyrir eru t.d. samþykki forráðamanna ef gestgjafi, gestur eða herbergisfélagi er yngri en 18 ára sem og aðrar reglur um umgengni. Við komu á heimavistina þarf gestgjafinn að tilkynna næturgestinn við starfsmann á vakt. Áfengis- og vímuefnaneysla ógildir gistileyfið. Starfsfólk heimavistar MA og VMA

Heimavistin í kvöldfréttum RÚV

Þórhildur Ólafsdóttir fréttamaður RÚV kom í heimsókn á vistina í gær og tók viðtöl við íbúa sem bíða þess að verkfall framhaldsskólakennara leysist. Hér er hægt að nálgast fréttina http://ruv.is/sarpurinn/tiufrettir/19032014-0 en innslagið hefst 01.01.

Verkfall

Kæru íbúar! Að gefnu tilefni er rétt að benda á að ef að til verkfalls framhalsskólakennara kemur verður heimavistin opin. Við biðjum þá íbúa sem ætla að dvelja hér að skrá sig í rauða möppu afgreiðslunni. Starfsmenn Heimavistar MA og VMA

Íbúar á heimavist unnu til verðlauna á Íslandsmóti iðn- og verkgreina

Íslandsmót iðn- og verkgreina fór fram í Kórnum í Kópavogi um síðustu helgi eins og fram kemur á heimasíðu VMA. Á Íslandsmótinu var keppt í 25 greinum og að auki voru sýningar á nokkrum iðn- og verkgreinum og einnig atriði á sviði. Daníel Atli Stefánsson nemandi í VMA og íbúi á heimavist vann til gullverðlauna í trésmíði og Arnór Bjarki Grétarsson einnig íbúi á heimavist og nemandi í VMA varð í þriðja sæti í rafvirkjun. Starfsfólk óskar Daníel Atla og Arnóri Bjarka til hamingju með árangurinn.

Saltkjöt og baunir - Mötuneyti Heimavistar MA og VMA í fréttum

Saltkjöt og baunir fyrir ungmenni var yfirskrift fréttar RÚV þriðjudagskvöldið 4. mars en á "Sprengidaginn" var að sjálfsögðu boðið upp á saltkjöt og baunir í mötuneytinu. Þórhildur Ólafsdóttir fréttamaður kom í heimsókn og tók viðtöl við íbúa og Garðar Hólm Stefánsson bryta. Hér er hægt að nálgast fréttina.

Íbúar á heimavist unnu til verðlauna í söngkeppnum VMA og MA

Undankeppnir fyrir hina árlegu söngkeppni framhaldsskólanna hefur farið fram. Söngkeppni VMA var haldin í Gryfjunni 20. febrúar s.l. og voru 14 atriði skráð til keppninnar eins og fram kom á heimsíðu VMA. Þórdís Alda Ólafsdóttir nemandi í VMA og íbúi á heimavist varð í þriðja sæti og fékk jafnframt viðurkenningu fyrir bestu sviðsframkomuna. Þórdís Alda Ólafsdóttir Söngkeppni MA var haldin í Hofi 25. febrúar s.l. og voru 13 atriði skáð til keppninnar eins og fram kom á heimasíðu MA. Karlotta Sigurðardóttir nemandi í MA og íbúi á heimavist bar sigur úr bítum og verður því fulltrúi MA í söngkeppni framhaldsskólanna. Karlotta Sigurðardóttir tekur við verðlaununum Starfsfólk óskar Þórdísi og Karlottu til hamingju með árangurinn.

Íbúi heimavistar silfurverðlaunahafi í Norðurlandameistaramóti unglinga

Íbúi heimavistar silfurverðlaunahafi í Norðurlandameistaramóti unglinga. Þorgbergur Guðmundsson íbúi á heimavist og nemandi í VMA vann til silfurverðlauna í +120 kg flokki karla á Norðurlandameistaramóti unglinga í kraftlyftingum sem fram fór í Álaborg í Danmörku síðustu helgi. Þorbergur lyfti samtals 720 kg, eða 270-140-310 og tóku alls sex Íslendingar þátt í mótinu eins og fram kemur á mbl. Starfsfólk óskar Þorbergi til hamingju með árangurinn.

Félag læknanema með fræðslu

Kæru íbúar. Miðvikudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00 ætla nokkrir 2. árs læknanemar að vera með forvarnarfræðslu á setustofunni fyrir íbúa heimavistarinnar. Læknanemarnir eru á vegum „Ástráðs“ félags læknanema um forvarnarstarf. Rætt verður t.d. um kynheilbrigði, ótímabærar þunganir og kynsjúkdóma. Endilega nýtið ykkur að hitta læknanemana til að fræðast og forvitnast.