Umsóknarfrestur um heimavist næsta skólaár var til 10. júní s.l. og hafa sjaldan fleiri umsóknir borist. Menntaskólinn á Akureyri og
Verkmenntaskólinn á Akureyri sjá um að forgangsraða á vistina og er verið að leggja lokahönd á þá vinnu. Gert er ráð
fyrir að umsækjendur fái bréf í vikunni. Rétt er að vekja athygli á að eindagi fyrir staðfestingar- og skráningargjald og
tryggingargjald alls kr. 34.000 er 10. júlí. Verði seðilinn ekki greiddur á eindaga er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi hætt við
búsetu á vistinni og nemendur á biðlista verða teknir inn.
Tekið verður inn af biðlista seinni hluta júlímánaðar.