04.12.2014
Kæru íbúar.
Heimavistinni verður lokað kl. 12:00 á hádegi, laugardaginn 20. desember.
Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí sunnudaginn 4. janúar kl. 12:00.
Áður en þið yfirgefið herbergin, vinsamlegast gangið úr skugga um að allt sé eins og það á að vera, s.s. gluggar lokaðir, engin rafmagnstæki í gangi, ísskápur tæmdur og farið með rusl í gámana.
Bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
01.12.2014
Próftími hefst mánudaginn 1. desember kl. 8:00.
Reglur á próftíma:
Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur.
Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar.
Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði.
Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð.
Reglulegum próftíma lýkur 15. desember.
Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði.
Gangi ykkur vel i prófunum
Sýnum öll tillitssemi
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
24.11.2014
Jólahlaðborð Heimavistarráðs verður haldið miðvikudagskvöldið 26. nóvember frá kl. 17.30-19.30. Boðið verður upp á glæsilegan matseðil og eru íbúar hvattir til að mæta í snyrtilegum klæðnaði.
07.11.2014
Á næstu dögum verður haldin brunaæfing á Heimavist MA og VMA. Mjög mikilvægt er að allir íbúar heimavistarinnar taki þátt í æfingunni.
07.11.2014
Starfsmenn heimavistar heimsóttu forsvarsmenn heimavistar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki í gær. Heimavistarstjóri, aðstoðarskólameistari og húsvörður FNV tóku á móti starfsmönnum og sýndu þeim húsakynni. Þá gafst tækifæri til að bera saman reglur og annað sem snýr að utanumhaldi og rekstri heimavistar. Mikil ánægja var með heimsóknina meðal starfsfólks.
16.10.2014
Á fyrsta fundi heimavistarráðs sem haldinn var sl. þriðjudag var kosið í embætti og sést hér að neðan hvernig raðast í embætti:
Formaður - Sigurður Sigurjónsson
Varaformaður - Bjartur Elí Egilsson
Skemmtanastjóri - Dagbjört Ýrr Gísladóttir
Vefstjóri - Anna Dagbjört Styrmisdóttir
Ritsjóri - Inga Freyja Price Þórarinsdóttir
Starfsfólk Heimavistar óskar þeim til hamingju með nýju embættin og góðs gengis og samstarfs í vetur.
09.10.2014
Kosning í Heimavistarráð fór fram í vikunni og munu nýju fulltrúarnir halda fund á næstu dögum og raða í embætti. Nýja Heimavistarráðið er sem hér segir í stafrófsröð:
Anna Dagbjört Styrmisdóttir
Bjartur Elí Egilsson
Dagbjört Ýr Gísladóttir
Díana Mirela Turca
Inga Freyja Price Þórarinsdóttir
Jón Bjarni Sindrason
Sigurður Sigurjónsson
Starfsfólk Heimavistarinnar óskar nýju Heimavistarráði til hamingju með kosninguna og þakkar öllum þeim sem voru í framboði.
08.10.2014
Í tengslum við skólaheimsóknir í MA og VMA komu um 180 nemendur frá þrettán skólum í nágrannabyggðalögunum í heimsókn. Krakkarnir sem flest voru í 10. bekk fengu kynningu á heimavistinni og var boðið upp á hressingu á setustofunni.
29.09.2014
Minnum íbúa á að láta starfsfólk heimavistar vita ef þeir eru veikir. Hægt er að hringja í innanhússíma 1602 eða í 899 1602. Starfsfólk getur litið við hjá íbúum, komið með mat, hitamæli o.þ.h.
26.09.2014
Ágætu íbúar.
Óskilamunir frá sl. vetri eru á palli fyrir framan setustofu. Vinsamlegast kíkið og sjáið hvort þið eigið eitthvað. Eftir mánudaginn verður dótið sem eftir er fjarlægt.
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA