Starfsmenn heimavistar heimsóttu forsvarsmenn heimavistar Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki í gær. Heimavistarstjóri, aðstoðarskólameistari og húsvörður FNV tóku á móti starfsmönnum og sýndu þeim húsakynni. Þá gafst tækifæri til að bera saman reglur og annað sem snýr að utanumhaldi og rekstri heimavistar. Mikil ánægja var með heimsóknina meðal starfsfólks.