Íslandsmót iðn- og verkgreina fór fram í Kórnum í Kópavogi um síðustu helgi eins og fram kemur á heimasíðu VMA.
Á Íslandsmótinu var keppt í 25 greinum og að auki voru sýningar á nokkrum iðn- og verkgreinum og einnig atriði á sviði.
Daníel Atli Stefánsson nemandi í VMA og íbúi á heimavist vann til gullverðlauna í trésmíði og Arnór Bjarki
Grétarsson einnig íbúi á heimavist og nemandi í VMA varð í þriðja sæti í rafvirkjun.
Starfsfólk óskar Daníel Atla og Arnóri Bjarka til hamingju með árangurinn.