Söngkeppni framhaldsskólanna
Þeir íbúar sem ætla að sækja um að fá næturgest (einn á íbúa) þegar söngkeppnin verður haldin, skulu gera
það fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 1. apríl. Þeir íbúar sem ekki eru á heimavistinni til að fylla út
umsóknareyðublaðið, mega senda tölvupóst á rosa@heimavist.is þar sem kemur fram herbergisnúmer, fullt nafn og kennitala gestgjafa,
herbergisfélaga og gests, og svo dagsetningar.
Að öðru leiti gilda þær reglur sem fyrir eru t.d. samþykki forráðamanna ef gestgjafi, gestur eða herbergisfélagi er yngri en 18 ára sem og
aðrar reglur um umgengni.
Við komu á heimavistina þarf gestgjafinn að tilkynna næturgestinn við starfsmann á vakt.
Áfengis- og vímuefnaneysla ógildir gistileyfið.
Starfsfólk heimavistar MA og VMA