Hér eru smá fréttir af því hvað heimavistarráð er að gera og er búið að gera síðastliðna daga.
Unnið er að endurbótum á heimasíðu vistarinnar heimavist.is (eiga þá myndir af skemmtunum hér á vistinni að fara birtast fyrir þá sem eru alltaf að bíða !!)
Heimavistarráð keypti nú á dögunum 37" flatskjá með digital móttakara og dvd spilara og voru þeir settir á setkrók á 2. hæð kvennavistar. Einnig er búið að setja stærra borð þar og annan sófa svo nú geta vistarbúar farið og horft á Discovery channel ofl.
Heimavistarráð keypti einnig lítið hljóðkerfi til að hafa á þeim skemmtunum sem eru hér á vistinni svo sem, kvöldvökur og jólahlaðborð. Í þessu hljóðkerfi er 1. 6 rása mixer, 2. 400w hátalarar og 1. hljóðnemi. Af því tilefni gæti kannski orðið tónlistarkvöld hérna á vistinni og vistarbúar látið tónlistarhæfileika sína í ljós.
Stefnt er að því að búa til smá kósy setkrók niður í lobbý með sófum, teppum ofl. Gera þar litla hlýlega setuaðstöðu þar sem vistarbúar gætu litið í blöð og bæklinga og spjallað um lífið og tilveruna.
Kær kveðja
Heimavistarráð
Minni vistarbúa á að vera ekki feimin við að koma með hugmyndir og senda þær á heimavistarrad@heimavist.is