Upplýsingar fyrir umsækjendur húsnæðisbóta

Um nýliðin áramót færðist afgreiðsla húsnæðisbóta frá Vinnumálastofnun til Íbúðalánasjóðs. Þessar breytingar hafa þó ekki áhrif á umsóknir þeirra íbúa sem eiga gildar umsóknir hjá sjóðnum frá því í haust og leigutímabil er ekki lokið samkvæmt samningi. Ekki þarf að endurnýja umsóknir. Þessi breyting um áramót hefur heldur ekki áhrif á hvar íbúar sækja um húsnæðisbætur. Sem fyrr sækja íbúar undir lögaldri um húsnæðisbætur til skrifstofu viðkomandi sveitarfélags þar sem íbúinn á lögheimili. Ef íbúi er orðinn lögráða er sótt um rafrænt líkt og áður á www.husbot.is

Vorönn hjá íbúum MA og VMA

Vorönn hófst fimmtudaginn 4. janúar hjá íbúum VMA en íbúar MA hefja sína vorönn um miðjan mánuðinn. Eftir próftímabil taka við hefðbundnir dagar á heimavistinni þar sem almennar reglur um aga og umgengni gilda.

Gleðilega hátíð

Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí sunnudaginn 6. janúar kl. 12.

Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Laus pláss á vorönn

Örfá laus pláss hafa losnað á heimavistinni á vorönn 2018 og eru áhugasamir hvattir til að sækja um. Sótt er um hér á heimasíðunni.

Heimavistin lokuð yfir jól og áramót

Heimavistin er lokuð yfir jól og áramót. Húsnæðinu verður lokað kl. 12:00 á hádegi, fimmtudaginn 21. desember og við opnum aftur eftir jólafrí miðvikudaginn 3. janúar kl. 12:00.

Heim í jólafrí

Kæru íbúar! Áður en þið farið í jólafrí vinsamlegast munið að: Hafa herbergin snyrtileg, þá verður svo gaman að koma aftur. Fara með allt rusl af herbergjum út í gám. Slökkva á rafmagnstækjum og ljósum. Tæma ísskáp og örbylgjuofn. Loka gluggum. Stilla ofna á 3. Skrá brottför á rauða blaðið í afgreiðslunni. Þeir íbúar sem hætta á heimavistinni um áramót verða að hafa samband við starfsmann og fá „gátlista“ vegna þrifa á herbergi. Við brottför þarf að skila gátlista og herbergið er tekið út. Muna að skila lyklum og kortum. Með jólakveðju Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Desemberpróf - umgengni á próftíma

Íbúar MA og VMA eru í prófum nú í desember og þá gilda gilda ákveðnar reglur á heimavist frá 7. desember sem við biðjum alla að virða: • Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. • Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. • Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. • Morgunmatur er virka daga frá kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar. • Tónlist og sjónvarp á herbergjum og á setustofu má alls ekki valda ónæði. • Seta í anddyri og á göngum á að vera takmörkuð. • Bendum íbúum á að hafa samband við starfsmann á vakt í síma 1602 (úr borðsíma) ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel i prófunum og sýnum öll tillitssemi!

Jólahlaðborð Heimavistarráðs 2017

Jólahlaðborð Heimavistarráðs verður haldið fimmtudagskvöldið 30. nóvember frá kl. 17.30-19.30 fyrir alla íbúa heimavistar. Boðið verður upp á glæsilegan matseðil í skreyttum matsal. Íbúar eru hvattir til að mæta í snyrtilegum klæðnaði enda tilefnið hátíðlegt.

Laufabrauðsgerð Heimavistarráðs

Heimavistarráð stendur fyrir laufabrauðsgerð fimmtudagskvöldið 23. nóvember n.k. kl. 20 í matsalnum. Íbúar eru hvattir til að mæta og hjálpast að við að skera út kökur sem verða síðan í boði á jólahlaðborðinu.