28.05.2018
Umsóknarfrestur um heimavist skólaárið 2018 - 2019 er til 8. júní n.k. Sótt er um hér á heimasíðunni.
26.05.2018
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.
04.05.2018
Nú nálgast próftími hjá íbúum heimavistar. Próftími hjá VMA íbúum byrjar 9. maí og lýkur 18. maí en þann dag hefjast próf hjá MA íbúum.
Á próftíma gilda ákveðnar reglur:
Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn.
Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur.
Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar.
Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði.
Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð.
Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði.
Gangi ykkur vel i prófunum og sýnum öll tillitssemi.
Starfsfólk heimavistar MA og VMA
04.05.2018
Kæru íbúar!
Áður en þið skilið af ykkur herbergi og lyklum í vor þarf að þrífa herbergið mjög vel. Leiðbeiningar tékklista og ræstiefni fáið þið hjá starfsmanni í anddyri.
Skila þarf tékklistanum og lykli til starfsmanns við brottför. Þrífa þarf herbergið samviskusamlega og skila því eins og það var við komuna á heimavistina.
Góða ferð út í sumarið!
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
03.05.2018
Það styttist í próf hjá íbúum VMA en prófin hefjast föstudaginn 11. maí. Próf hjá íbúum MA hefjast aðeins síðar eða þriðjuadaginn 22.maí.
25.04.2018
Heimavistarráð stendur fyrir bíókvöldi fimmtudagskvöldið 26. apríl kl. 20. Mynd og pizzur í boði fyrir alla íbúa.
12.04.2018
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist fyrir skólaárið 2018 - 2019. Umsóknarfrestur er til 8. júní n.k. Sótt er um hér á heimasíðunni.
05.04.2018
Við leitum að starfsfólki til að hjálpa okkur við að alþrífa herbergi í vor. Við byrjum 22. maí og verðum út fyrstu vikuna í júní.
Ef þú hefur áhuga á að starfa með okkur allan tímann eða hluta og/eða veist af einhverjum þá endilega að hafa samband við okkur. Nánari upplýsingar veitir Rósa María - rosa@heimavist.is
04.04.2018
Hressir grunnskólanemendur í heimsókn.
Á hverju skólaári fáum við hressa og skemmtilega nemendur úr 8., 9. og 10. bekk en þessi heimsókn er hluti af heimsókn þeirra í framhaldsskólana; Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri.
Í morgun fengum við nemendur frá Gunnskólanum austan Vatna og Varmahlíðaskóla í heimsókn.
Nemendurnir fengu kynningu á heimavistinni sem íbúar tóku þátt í og boðið var upp á hressingu í setustofunni eins og venja er.
Kærar þakkir fyrir komuna.
Hægt að sjá myndir á facebook síðunni okkar - Heimavist MA og VMA
28.03.2018
Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Heimavistin verður opnuð eftir páskafrí þriðjudaginn 3. apríl kl. 12.