Heimavistin tekur þátt í framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll

Heimavist MA og VMA ætlar að taka þátt í Framhaldsskólakynningu dagana 16. – 18. mars 2017 í Laugardalshöllinni. Þarna gefst einstakt tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð framhaldsskóla landsins en starfsfólk og nemendur 26 skóla munu miðla upplýsingum og fróðleik um námið, félagslífið og framtíðarmöguleikana. Á sama tíma fer fram í Höllinni Íslandsmót iðn- og verkgreina. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir!

Lokað á heimavistinni um páskana

Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 7. apríl. Heimavistin verður því lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 8. apríl. VMA byrjar kennslu eftir páska þriðjudaginn 18. apríl en MA mánudaginn 24. apríl. Heimavistin verður því opnuð eftir páskafrí mánudaginn 17. apríl kl. 12

Nemendur úr Grunnskóla Húnaþings vestra í heimsókn

Nemendur í 8. og 9. bekk Grunnskóla Húnaþings vestra komu í heimsókn og fengu kynningu á heimavistinni í morgun. Á hverju skólaári fáum við hressa og skemmtilega nemendur úr efri bekkjum grunnskóla í heimsókn en heimsóknin er hluti af heimsókn þeirra í framhaldsskólana; Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann Akureyri. Kærar þakkir fyrir komuna.

Vorönn hjá íbúum MA og VMA

Nú er prófum í MA lokið og MA íbúar að hefja nám á vorönn eftir helgi. VMA íbúar hófu sína vorönn í byrjun ársins. Við taka hefðbundnir dagar á heimavistinni þar sem almennar reglur um aga og umgengni gilda.

Desemberpróf - umgengni á próftíma

Próftími hefst 6. desember. Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar. Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði. Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð. Reglulegum próftíma lýkur 13. desember. Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel í prófunum og sýnum öll tillitssemi.

Húsnæðisbætur

Ný lög um húsnæðisbætur tóku gildi í upphafi ársins. Við þessar breytingar taka húsnæðisbætur við af húsaleigubótum. Rétt er að benda á að nokkrar breytingar hafa átt sér stað við þessi nýju lög sem vert er að kynna sér. Þannig skiptir máli hvort að íbúi eða leigutaki er orðinn lögráða eða ekki. Ef viðkomandi er undir lögaldri er sótt um húsnæðisbætur til skrifstofu viðkomandi sveitarfélags þar sem íbúinn á lögheimili. Ef íbúinn er orðinn lögráða er sótt um til skristofu Vinnumálastofnunar. Allar nánari upplýsingar er að finna á www.husbot.is

Heimavistin opnuð á nýju ári

Við óskum íbúum okkar gleðilegs árs og hlökkum til að sjá þau aftur. Heimavistin hefur nú verið opnuð en Menntaskólinn á Akureyri hefur starfsemi sína miðvikudaginn 4. janúar og Verkmenntaskólinn Á Akureyri föstudaginn 6. janúar.

Gleðilega hátíð

Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí þriðjudaginn 3. janúar kl. 12.

Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í dag

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Húsnæðisbætur áður húsaleigubætur

Athygli er vakin á því að ný lög um húsnæðisbætur taka gildi 1. janúar n.k. Við þessi nýju lög taka húsnæðisbætur við af húsaleigubótum. Nánari upplýsingar er að finna á www.husbot.is