20.11.2017
Uppsagnir á húsaleigusamningum þegar íbúar hætta námi við annarskil.
Athygli er vakinn á að uppsögn á húsaleigusamningi við annarskil hjá bæði MA og VMA er 30. nóvember n.k.
Skila þarf skriflegri uppsögn fyrir þann tíma til að komast hjá að greiða húsaleigu eftir annarskil.
Þeir íbúar sem hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu þurfa að senda skriflega uppsögn til undirritaðrar um leið og niðurstaða annarprófa liggur fyrir. Athugið að við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður eftir annarskil.
Uppsagnir skal senda á netfangið: rosa@heimavist.is
31.10.2017
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist vorið 2018. Ekki liggur fyrir hvað hægt verður að taka á móti mörgum nýjum íbúum en haft verður samband við umsækjendur þegar nær dregur. Sótt er um hér á heimasíðunni.
25.10.2017
Heimavistarráð stendur fyrir bíókvöldi fimmtudaginn 26. október kl. 20. Mynd og snakk í boði fyrir íbúa.
10.10.2017
Á næstu dögum verður rýmiæfing á heimavistinni í samtarfi við starfsmenn frá Eldvarnaeftirliti Slökkviliðs Akureyrar.
Við höldum rýmiæfingu reglulega til að vera eins vel undirbúin og hægt er ef til þess kemur að rýma þurfi húsnæðið vegna raunverulegs bruna.
Hvetjum alla íbúa að taka þátt!
25.09.2017
Nýtt heimavistarráð fyrir skólaárið 2017-2018 hefur verið skipað og verður fyrsti fundur ráðsins á næstu dögum en þá verður einnig skipað í embætti. Fulltrúar í heimavistarráði þetta skólaár eru:
Erlendur Rúnar Reynisson
Friðfinnur Már Þrastarson
Héðinn Logi Gunnlaugsson
Margrét Fríða Hjálmarsdóttir
Rakel María Björnsdóttir
Símon Birgir Stefánsson
Þorgeir Ingvarsson
Starfsfólk Heimavistar óskar nýjum fulltrúum í heimavistráði til hamingju og góðs gengis og samstarfs í vetur.
21.09.2017
Minnum á að við svörum allan sólarhringinn í vaktsímann: 899 1602 eða 455 1602.
16.09.2017
Gefðu kost á þér í skemmtilegt starf í vetur og hafðu áhrif! Einfalt að taka þátt, þú skrifar nafn íbúa og herbergisnúmer á miða og setur í kassann í afgreiðslu. Fráfarandi heimavistarráð telur upp úr kassanum n.k. miðvikudagskvöld 20. september kl. 20.
Hvetjum alla íbúa til að taka þátt í að velja fulltrúa í heimavistarráð fyrir skólaárið!
13.09.2017
Heimavistin auglýsir eftir íbúum til að aðstoða við þrif o.fl. (ryksuga, fylla á lagera o.s.frv.) nokkra tíma á viku eftir skóla (1-2 klst. í senn). Nánari upplýsingar veita Þórhildur og Þóra Ragnheiður. Umsóknir með upplýsingum um fullt nafn, kennitölu og símanúmeri sendast á netfangið heimavist@heimavist.is fyrir 20. september nk.
12.09.2017
Örfá laus pláss hafa losnað á heimavistinni og eru áhugsamir hvattir til að sækja um á www.heimavist.is
04.09.2017
Hannesína Scheving hjúkrunarfræðingur er á vaktinni fyrir íbúa heimavistar tvisvar í viku. Á mánudögum frá kl. 16:30-17:30 og á fimmtudögum frá kl. 16:00-17:00. Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma.