Próf í VMA - umgengni á próftíma

Nú er próftími á heimavist en íbúar VMA eru byrjuð í prófum. Á próftíma gilda ákveðnar reglur: Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. Morgunmatur er virka daga kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar. Hljómflutningstæki og sjónvörp á herbergjum og setustofum mega alls ekki valda ónæði. Seta í anddyri og á göngum skal takmörkuð. Reglulegum próftíma lýkur 13. desember. Hafið samband við öryggisvakt í síma 1602 ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel i prófunum og sýnum öll tillitssemi.

Ibúar heimavistar - við brottför

Kæru íbúar! Áður en þið skilið af ykkur herbergi og lyklum í vor þarf að þrífa herbergið mjög vel. Leiðbeiningar “tékklista” og ræstiefni fáið þið hjá starfsmanni í anddyri. Skila þarf tékklistanum og lykli til starfsmanns við brottför. Þrífa þarf herbergið samviskusamlega og skila því eins og það var við komuna á heimavistina. Góða ferð út í sumarið! Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Starfsfólk við alþrif

Heimavistin leitar að starfsfólki tímabundið í störf við alþrif í vor frá 22. maí - 12. júní, hvort heldur er allan tímann eða hluta tímans. Nánari upplýsingar veitir Rósa María Björnsdóttir þjónustustjóri; rosa@heimavist.is eða í síma 899 1607.

Opið fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár.

Höfum opnað fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur um Heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri fyrir skólaárið 2017 - 2018 er til 9. júní. Sótt er um rafrænt á heimasíðunni.

Gleðilegt sumar

Við óskum íbúum gleðilegs sumars og þökkum ánægjuleg samskipti í vetur. Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Gleðilega páska

Kæru íbúar. Heimavistinni verður lokað kl. 12:00 á hádegi laugardaginn 8. apríl og opnuð eftir páskafrí mánudaginn 17. apríl kl. 12:00 Áður en þið yfirgefið herbergin, vinsamlegast gangið úr skugga um að allt sé eins og það á að vera, s.s. lokaðir gluggar, engin rafmagnstæki í sambandi, ísskápur tæmdur og allt rusl út í gáma. Starfsfólk heimavistar MA og VMA

Páskabingó Heimavistarráðs

Páskabingó Heimavistarráðs verður haldið miðvikudagskvöldið 5. apríl kl. 20 á setustofunni. Fullt af veglegum vinningum í boði og frítt fyrir alla íbúa!

Höfum opnað fyrir umsóknir á heimavist fyrir skólaárið 2017-2018

Höfum opnað fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár. Umsóknarfrestur um Heimavist Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri fyrir skólaárið 2017 - 2018 er til 9. júní. Sótt er um rafrænt á heimasíðunni.

Heimavist MA og VMA tekur þátt í framhaldsskólakynningu í Laugardalshöll

Heimavistin ætlar að taka þátt í Framhaldsskólakynningu dagana 16. – 18. mars n.k. í Laugardalshöll. Í höllinni gefst einstakt tækifæri til að kynna sér fjölbreytt námsframboð framhaldsskóla landsins en starfsfólk og nemendur 26 skóla munu miðla upplýsingum og fróðleik um námið, félagslífið og framtíðarmöguleikana. Á sama tíma fer fram í Höllinni Íslandsmót iðn- og verkgreina. Um 150 keppendur munu taka þátt í Íslandsmótinu og keppt verði í 21 iðngrein. Nokkrar greinar til viðbótar verða með kynningu á störfum en alls taka 27 iðn- og verkgreinar þátt í ár. Fagreinarnar bjóða einnig upp á „Prófaðu“ svæði þar sem gestir fá að fikta, smakka og upplifa. Allir velkomnir - enginn aðgangseyrir! Hlökkkum til að sjá ykkur!

Ársfundur Lundar

Ársfundur Lundar 2016 verður miðvikudaginn 22. mars n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar. Dagskrá ársfundar: 1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2015/2016 til kynningar. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2015/2016. 3. Önnur mál. Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólana á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar