Hressir grunnskólanemendur í heimsókn.
Á hverju skólaári fáum við hressa og skemmtilega nemendur úr 8., 9. og 10. bekk en þessi heimsókn er hluti af heimsókn þeirra í framhaldsskólana; Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri.
Í morgun fengum við nemendur frá Gunnskólanum austan Vatna og Varmahlíðaskóla í heimsókn.
Nemendurnir fengu kynningu á heimavistinni sem íbúar tóku þátt í og boðið var upp á hressingu í setustofunni eins og venja er.
Kærar þakkir fyrir komuna.
Hægt að sjá myndir á facebook síðunni okkar - Heimavist MA og VMA