Hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa á heimavist

Hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa sem eru að flyta á heimavistina nú á vorönn. Þegar íbúar koma á heimavistina þurfa þeir að hafa með sér: Sæng og kodda. Sængurver, koddaver og lök. Handklæði og rúmteppi ef vill. Körfu eða annað hentugt undir óhreinan þvott. Herðatré. Leirtau, hnífapör og glös/könnur eru ekki til staðar á herbergjum. Hlífðarlök eru til staðar og hægt að fá til skiptanna í anddyri. Íbúar fá tuskur, svampa og þvottaefni til að þrífa herbergi og baðherbergi þar sem það á við. Ryksugur og moppur eru til staðar á hverri hæð fyrir sig. Íbúar geta endurraðað húsgögnum á herbergjum en verða að skilja við þau eins og þau komu að þeim í upphafi. Íbúar geta aðeins hengt upp myndir eða annað á veggi með "kennaratyggjói" til að koma í veg fyrir að málningin skemmist. Íbúar á nýju vist hafa aðgang á herbergjum að örbylgjuofni og litlum ísskáp. Þeir íbúar sem eru á gömlu vist hafa ekki aðgang að ísskáp á herbergjum, en sumir koma með lítin kæliskáp með sér. Íbúar geta fengið að geyma töskur á svokölluðu töskulofti. Þá er aðstaða í kjallara til að geyma skauta, skíði, skíðaklossa o.s.frv.

Heimavistin opnuð á nýju ári

Heimavistin verður opnuð aftur á nýju ári sunnudaginn 6. janúar kl. 12:00.

Brautskráning frá Verkmenntaskólnum á Akureyri

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Gleðilega hátíð

Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí sunnudaginn 6. janúar kl. 12.

Desemberpróf - umgengni á próftíma

Íbúar MA og VMA eru í prófum nú í desember og þá gilda gilda ákveðnar reglur á heimavist frá 7. desember sem við biðjum alla að virða: • Á próftíma á að vera næði allan sólarhringinn. • Ekki er heimilt að hafa hjá sér gesti nema með sérstöku leyfi starfsmanns. • Ekki eru veitt leyfi fyrir næturgestum meðan á próftíma stendur. • Morgunmatur er virka daga frá kl. 7:15 – 9:15 og um helgar kl. 10:00 – 13:00. Drykkur er alla daga kl. 15:00 - 16:30, einnig um helgar. • Tónlist og sjónvarp á herbergjum og á setustofu má alls ekki valda ónæði. • Seta í anddyri og á göngum á að vera takmörkuð. • Bendum íbúum á að hafa samband við starfsmann á vakt í síma 1602 (úr borðsíma) ef þið verðið fyrir ónæði. Gangi ykkur vel i prófunum og sýnum öll tillitssemi!

Heim um jólin

Kæru íbúar! Áður en þið farið í jólafrí vinsamlegast munið að: Hafa herbergin snyrtileg, þá verður svo gaman að koma aftur. Fara með allt rusl af herbergjum út í gám. Slökkva á rafmagnstækjum og ljósum. Tæma ísskáp og örbylgjuofn. Loka gluggum. Stilla ofna á 3. Skrá brottför á rauða blaðið í afgreiðslunni. Þeir íbúar sem hætta á heimavistinni um áramót verða að hafa samband við starfsmann og fá „gátlista“ vegna þrifa á herbergi. Við brottför þarf að skila gátlista og herbergið er tekið út. Muna að skila lyklum og kortum. Með jólakveðju Starfsfólk Heimavistar MA og VMA

Bílastæðin mokuð í dag kl. 17

Bílastæðin mokuð í dag kl. 17 Bílastæðin sunnan við heimavistina verða mokuð í dag kl. 17. Íbúar eru beðnir um að færa bílana sína svo hægt verði að moka stæðin. Snemma í fyrramálið verður svo klárað að moka það sem út af stendur.

Jólahlaðborð Heimavistarráðs 2018

Glæsilegt jólahlaðborð Heimavistarráðs framundan Jólahlaðborð Heimavistarráðs verður haldið miðvikudagskvöldið 5. desember n.k. frá kl. 17.30-19.30 fyrir alla íbúa. Boðið verður upp á glæsilegan matseðil í skreyttum matsal og við hvetjum íbúa til að mæta í snyrtilegum klæðnaði enda tilefnið hátíðlegt.

Laus störf fyrir íbúa

Heimavistin auglýsir eftir íbúum til að aðstoða við þrif o.fl. (ryksuga, fylla á lagera o.s.frv.) nokkra tíma á viku eftir skóla (1-2 klst. í senn). Nánari upplýsingar veita Halla Sif og Rósa María.

Umsóknir um heimavist vorið 2019

Minnum á að opnað hefur verið fyrir umsóknir um heimavist vorið 2019. Ekki liggur fyrir hvað hægt verður að taka á móti mörgum nýjum íbúum en haft verður samband við umsækjendur. Sótt er um hér á heimasíðunni.