10.09.2018
Bendum á að við erum á facebook - Heimavist MA og VMA. Þar setjum við inn ýmsar upplýsingar og fréttir af starfseminni. Endilega að fylgjast með!
31.08.2018
Heimavistin auglýsir eftir íbúum til að aðstoða við þrif o.fl. (ryksuga, fylla á lagera o.s.frv.) nokkra tíma á viku eftir skóla (1-2 klst. í senn). Nánari upplýsingar veita Halla Sif og Rósa María. Umsóknir með upplýsingum um fullt nafn, kennitölu og símanúmeri sendast á netfangið heimavist@heimavist.is fyrir 15. september nk.
30.08.2018
Hannesína Schewing hjúkrunarfræðingur verður á vaktinni fyrir íbúa heimavistar tvisvar í viku. Á mánudögum frá kl. 16:00-17:00 og á fimmtudögum frá kl. 16.30-17.30.
Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma.
28.08.2018
Verðum með opið fyrir móttöku MA íbúa í dag þriðjudag frá kl. 13-20 og á morgun miðvikudag frá kl. 8.30 - 18.
21.08.2018
Minnum á að við svörum allan sólarhringinn í vaktsímann: 899 1602 eða 455 1602.
19.08.2018
Fyrstu íbúar þetta skólaárið koma til okkar í dag en við verðum með opið fyrir móttöku VMA íbúa frá kl. 13-20 og á morgun frá kl. 8.30 - 18.
17.08.2018
Minnum íbúa á að notkun rafretta í húsnæði heimavistar er stranglega bönnuð og getur varðað brottvísun.
Hægt er að kynna sér reglur heimavistar nánar hér á heimasíðunni.
13.08.2018
Hér eru ýmsar hagnýtar upplýsingar fyrir nýja íbúa sem eru að flyta á heimavistina.
Þegar íbúar koma á heimavistina þurfa þeir að hafa með sér:
Sæng og kodda.
Sængurver, koddaver og lök.
Handklæði og rúmteppi ef vill.
Körfu eða annað hentugt undir óhreinan þvott.
Herðatré.
Leirtau, hnífapör og glös/könnur eru ekki til staðar á herbergjum.
Hlífðarlök eru til staðar og hægt að fá til skiptanna í anddyri.
Íbúar fá tuskur, svampa og þvottaefni til að þrífa herbergi og baðherbergi þar sem það á við. Ryksugur og moppur eru til staðar á hverri hæð fyrir sig.
Íbúar geta endurraðað húsgögnum á herbergjum en verða að skilja við þau eins og þau komu að þeim í upphafi. Íbúar geta aðeins hengt upp myndir eða annað á veggi með "kennaratyggjói" til að koma í veg fyrir að málningin skemmist.
Íbúar á nýju vist hafa aðgang á herbergjum að örbylgjuofni og litlum ísskáp. Þeir íbúar sem eru á gömlu vist hafa ekki aðgang að ísskáp á herbergjum, en sumir koma með lítin kæliskáp með sér.
Íbúar geta fengið að geyma töskur á svokölluðu töskulofti. Þá er aðstaða í kjallara til að geyma skauta, skíði, skíðaklossa o.s.frv.
13.08.2018
Nú styttist í að Verkmenntaskólinn hefji starfsemi sína og heimavistin opni fyrir íbúum skólans.
Heimavistin verður opnuð fyrir innritun íbúa VMA sunnudaginn 19. ágúst frá klukkan 13:00 til 20 og mánudaginn 21. ágúst frá klukkan 08:30 til 18.
08.08.2018
Við höfum tekið aftur til starfa eftir sumarfrí og byrjuð að undirbúa komu íbúa.
Móttaka íbúa Verkmenntaskólans á Akureyri er sunnudaginn 19. ágúst frá klukkan 13:00 til 20:00 og mánudaginn 20. ágúst frá klukkan 08:30 til 18:00. Kennsla hefst í VMA samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 21. ágúst.
Íbúar ættu að fá samninga og önnur gögn frá okkur í pósti eftir helgina.