Undirbúningur fyrir móttöku íbúa VMA

Við höfum tekið aftur til starfa eftir sumarfrí og byrjuð að undirbúa komu íbúa. Móttaka íbúa Verkmenntaskólans á Akureyri er sunnudaginn 18. ágúst frá klukkan 13:00 til 20:00 og mánudaginn 19. ágúst frá klukkan 08:30 til 18:00. Móttaka nýnema í VMA er 19. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 20. ágúst. Íbúar ættu að fá samninga og önnur gögn frá okkur í pósti eftir helgina.

Laus pláss næsta skólaár

Það eru laus pláss hjá okkur á heimavistinni næsta skólaár. Hægt er að sækja um hér á heimasíðunni.

Staða næturvarðar við Heimavist MA og VMA laus til umsóknar

Staða næturvarðar við Heimavist MA og VMA á Akureyri er laus til umsóknar Við leitum að einstaklingi til að slást í góðan hóp starfsmanna sem mun sinna næturvörslu og öryggisvörslu og öðrum þeim verkefnum sem til falla. Viðkomandi þarf að hafa mikla þjónstulund og samskiptahæfni og hafa gaman af að starfa með ungmennum. Gerð er krafa um hreint sakarvottorð. Um fullt starfshlutfall er að ræða og vinnur viðkomandi aðra hverja viku. Laun eru samkvæmt stofnansamningi við Einingu Iðju. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skriflegar umsóknir þurfa að berast fyrir 10. ágúst n.k. á netfangið thora@heimavist.is. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Þóra R. Stefánsdóttir thora@heimavist.is eða í síma 455 1605.

Skrifstofur lokaðar í sumar

Skrifstofur heimavistar verða lokaðar frá 24. júní vegna sumarleyfa starfsmanna. Skrifstofur verða opnaðar aftur þriðjudaginn 4. ágúst.

Svör við helstu spurningum fyrir umsækjendur

Hér koma svör við helstu spurningum fyrir umsækjendur heimavistar skólaárið 2019-2020: Svör við umsóknum fóru í póst 18. júní. Það er enn opið fyrir umsóknir næsta vetur. Umsækjendur sem sækja um eftir 18. júní fá staðfestingu í ágúst eftir sumarleyfi. Greiðsluseðlar/kröfur vegna staðfestingar- og tryggingargjalds verða stofnaðir/-ar á kennitölu íbúa eða forráðamanna (ólögráða íbúa) í innheimtukerfi Arion banka. Eindagi staðfestingar- og tryggingargjalds er 12. júlí. Ef krafa er ekki greidd á eindaga er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi hætt við búsetu á vistinni. Raðað verður niður á herbergi fyrstu dagana í ágúst. Breytingar á umsókn s.s. varðandi tegund af herbergi eða herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1. ágúst á netfangið rosa@heimavist.is Leigusamningar og önnur gögn verða sendir í pósti viku fyrir upphaf skóla. Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komuna á heimavistina. Staðfestingar- og tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við komuna á heimavistina.

Brautskráning frá Menntaskólanum á Akureyri

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Menntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Laus pláss næsta vetur

Þó að umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár sé liðinn þá eru enn laus pláss. Hægt er að sækja um hér á heimasíðunni.

Umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár er til 7. júní

Opið fyrir umsóknir um heimavist fyrir skólaárið 2019 - 2020. Umsóknarfrestur er til 7. júní n.k. Sótt er um hér á heimasíðunni.

Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.

Opið fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár

Opið fyrir umsóknir um heimavist fyrir skólaárið 2019 - 2020. Umsóknarfrestur er til 7. júní n.k. Sótt er um hér á heimasíðunni.