05.11.2019
Nú er hægt að sækja um heimavist fyrir vormisseri 2020. Sótt er um á heimasíðunni og í kjölfarið verður haft samband við umsækjendur. Bendum á að þeir sem eru þegar íbúar hjá okkur þurfa ekki að sækja um.
31.10.2019
Nýtt heimavistarráð fyrir skólaárið 2019-2020 hefur verið skipað og er byrjað að funda.
Fulltrúar í heimavistarráði þetta skólaár eru:
Tinna Valgeirsdóttir formaður heimavistarráðs
Aníta Ýr Atladóttir varaformaður
Jónas Þórir Þrastarson
Júlía Agar Huldudóttir
Júlía Birna Ingvarsdóttir
Oddný Halla Haraldsdóttir
Starfsfólk Heimavistar óskar nýjum fulltrúum í heimavistráði til hamingju og góðs gengis og samstarfs í vetur.
24.10.2019
Öllum íbúum heimavistar stendur til boða aðstaða til að æfa á hljóðfæri í húsnæði Menntaskólans á Akureyri. Í stofu G22 er píanó og á miðsal skólans er flygill. Stofur G1 og G21 eru ætlaðar fyrir önnur hljóðfæri. Hægt er að ská sig á blað sem hangir upp á vegg á s.k. langagangi í eldra húsnæðinu.
21.10.2019
Á facebook síðu heimavistarinnar - Heimavist MA og VMA er hægt að nálgast matseðil mötuneytisins. Nýr matseðill er birtur á mánudagsmorgnum.
15.10.2019
Minnum á vaktsímann okkar 899 1602 eða 455 1602. Svörum allan sólarhringinn.
27.09.2019
Rýmiæfing/brunaæfing!
Á næstu dögum verður rýmiæfing á heimavistinni í samtarfi við starfsmenn frá Eldvarnaeftirliti Slökkviliðs Akureyrar.
Við höldum rýmiæfingu reglulega til að vera eins vel undirbúin og hægt er ef til þess kemur að rýma þurfi húsnæðið vegna raunverulegs bruna.
Hvetjum alla íbúa að taka þátt þegar kerfið fer í gang!
11.09.2019
Íbúar geta nú boðið sig fram til setu í heimavistarráð en heimavistarráð er hagsmunaráð íbúa og stendur fyrir ýmsum viðburðum og uppákomum fyrir íbúa yfir skólaárið. Ekki missa af þessu tækifæri :)
11.09.2019
Minnum íbúa á að ná í notendanafn og aðgangsorð að netinu hjá starfsmanni á vakt.
Lokum fyrir almenna aðganginn í dag!
09.09.2019
Aðgangsorð að nýja þráðlausa netinu eru tilbúin.
Íbúar geta nú fengið notendanafn og aðgangsorð að nýja þráðlausa netinu hjá starfsmanni á vakt.
09.09.2019
Hannesína Schewing hjúkrunarfræðingur verður á vaktinni fyrir íbúa heimavistar mánudaga og fimmtudaga frá kl. 16.30-17.30.
Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma.