27.01.2020
Ársfundur Lundar 2019 verður þriðjudaginn 4. febrúar n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar.
Dagskrá ársfundar:
1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2018/2019 til kynningar.
2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2018/2019.
3. Önnur mál.
Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólana á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.
22.01.2020
Heimavistarráð býður íbúum upp á gos og snakk á setustofunni í kvöld kl. 19.30 þegar Íslendingar mæta Svíum í EM í handbolta.
Hvetjum íbúa til að mæta :)
10.01.2020
Minnum á að hægt er að sækja um jöfnunarstyrk fyrir þá nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili.
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar fyrir vorönn og er sótt um rafrænt.
Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu LIN.
08.01.2020
Hannesína Schewing hjúkrunarfræðingur verður á vaktinni fyrir íbúa heimavistar á mánudögum frá kl. 16.00 - 17.00 og fimmtudögum frá kl. 16.30-17.30.
Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma.
21.12.2019
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.
20.12.2019
Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á nýja árinu. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí sunnudaginn 5. janúar kl. 12.
13.12.2019
Heimavistin verður lokuð yfir jól og áramót. Húsnæðið verður lokað kl. 12:00 á hádegi, laugardaginn 21. desember og opnum aftur eftir jólafrí sunnudaginn 5. janúar kl. 12:00.
29.11.2019
Glæsilegt jólahlaðborð Heimavistarráðs framundan
Jólahlaðborð Heimavistarráðs verður haldið miðvikudagskvöldið 4. desember n.k. frá kl. 17.30-19.30 fyrir alla íbúa. Boðið verður upp á glæsilegan matseðil í skreyttum matsal og við hvetjum íbúa til að mæta í snyrtilegum klæðnaði enda tilefnið hátíðlegt.
28.11.2019
Heimavistarráð stendur fyrir laufabrauðsgerð fimmtudagskvöldið 28. nóvember kl. 20 í matsalnum. Hvetjum alla íbúa til að mæta og hjálpast að við að skera út kökur sem verða síðan í boði á jólahlaðborðinu í byrjun desember. Boðið verður upp á kakó og piparkökur.
11.11.2019
Kæru íbúar,
Athygli er vakin á að uppsögn á húsaleigusamningi við annarskil hjá bæði MA og VMA er 30. nóvember n.k.
Skila þarf skriflegri uppsögn fyrir þann tíma til að komast hjá að greiða húsaleigu eftir annarskil.
Þeir íbúar sem hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu þurfa að senda skriflega uppsögn til undirritaðrar um leið og niðurstaða annarprófa liggur fyrir. Athugið að við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður eftir annarskil. Uppsagnir skal senda á netfangið rosa@heimavist.is