Minnum á mikilvægi handþvottar, handspritts og brosinu :)

Minnum íbúa á mikilvægi handþvottar og handspritts. Handspritt er eins og áður í anddyri á stóra heimilinu og í mötuneyti en "stöðvum" hefur verið fjölgað í kjölfar COVID-19 veirunnar. Munum að í dag heilsum við frekar með brosi en snertingu :)

Grunnskólanemendur í heimsókn

Það verður líf og fjör á heimavistinni í dag þegar við fáum um tvö hundruð grunnskólanemendur í heimsókn en heimsóknin er hluti af kynningum framhaldsskólana MA og VMA. Nemendur koma úr grunnskólum nágrannasveitafélaga: Hrafnagilsskóla, Dalvíkurskóla, Þelamekurskóla, Grenivíkurskóla, Grunnskólanum á Þórshöfn, Valsársskóla, Reykjahlíð, Þingeyjarskóla, Öxarfjarðarskóla, Húnavallaskóla og Grunnskólanum í Hrísey. Hægt er að sjá myndir á facebook síðu heimavistarinnar

Námsbraut í sviðslistum í MA í undirbúningi

Eins og fram kemur í Vikudegi þá er ný kjörnámsbraut með áherslu á sviðslistir í undirbúningi hjá MA. Um samstarfsverkefni er að ræða milli MA og Leikfélags Akureyrar. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu Vikudags.

Frumsýning hjá leikfélagi VMA sunnudaginn 16. febrúar

Leikfélag VMA frumsýnir leikritið Tröll í Hofi n.k. sunnudag 16. febrúar kl. 14. Sýningar verða alls fjórar, tvær sunnudaginn 16. febrúar og tvær sunnudaginn 23. febrúar. Miðasala er á tix.is. Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu VMA, www.vma.is

Ertu kynvera? Fyrirlestur ætlaður framhaldsskólanemum

Ertu kynvera? Sigga Dögg kynfræðingur heldur fyrirlestur í VMA miðvikudagskvöldið 29. janúar kl. 20. Fyrirlesturinn er ætlaður framhaldsskólanemum. Nánari umfjöllun er á heimasíðu VMA - www.vma.is

Ársfundur Lundar

Ársfundur Lundar 2019 verður þriðjudaginn 4. febrúar n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar. Dagskrá ársfundar: 1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2018/2019 til kynningar. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2018/2019. 3. Önnur mál. Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólana á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar.

EM á setustofunni í boði Heimavistarráðs

Heimavistarráð býður íbúum upp á gos og snakk á setustofunni í kvöld kl. 19.30 þegar Íslendingar mæta Svíum í EM í handbolta. Hvetjum íbúa til að mæta :)

Jöfnunarstyrkur fyrir íbúa heimavistar

Minnum á að hægt er að sækja um jöfnunarstyrk fyrir þá nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar fyrir vorönn og er sótt um rafrænt. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu LIN.

Viðvera hjúkrunarfræðings á vorönn 2020

Hannesína Schewing hjúkrunarfræðingur verður á vaktinni fyrir íbúa heimavistar á mánudögum frá kl. 16.00 - 17.00 og fimmtudögum frá kl. 16.30-17.30. Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma.

Brautskráning frá Verkmenntaskólanum á Akureyri

Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.