14.08.2020
Húsaleigusamningar MA íbúa fóru í póst í dag og ættu því að berast íbúum í næstu viku. Reynt var að verða við óskum íbúa um herbergi eins og hægt var.
14.08.2020
Eins og fram hefur komið þá hefur skólabyrjun í VMA verið frestað og því breytist tímasetning á móttöku VMA íbúa á heimavist.
Miðvikudaginn 19. ágúst tökum við á móti nýnemum (fæddir 2004 og 2005).
Dagsetning á skólabyrjun hjá eldri íbúum og þeim eldri íbúum sem ekki hafa verið áður á heimavist liggur ekki fyrir en verður birt á Heimasíðu og facebook síðu eftir helgi.
Skipulagið miðast við þær reglur og samkomutakmarkanir sem við búum við vegna COVID-19 og hafa íbúar og forráðamenn fengið tölvupóst þar um.
14.08.2020
Þegar íbúar koma á heimavistina þurfa þeir að hafa með sér:
Handspritt til að hafa á herbergi
Handsápu
Sæng og kodda
Sængurver, koddaver og lök
Handklæði
Rúmteppi ef vill
Körfu eða annað hentugt undir óhreinan þvott
Herðatré
Leirtau, hnífapör og glös/könnur eru ekki til staðar á herbergjum
Hlífðarlök fyrir rúmdýnur eru til staðar og hægt að fá til skiptanna í anddyri. Íbúar þurfa síðan sjálfir að hafa sitt eigið lak
Íbúar fá sérmerkt þvottanet fyrir tuskur og svampa.
Íbúar fá þvottaefni til að þrífa herbergi og baðherbergi þar sem það á við.
Ryksugur og moppur eru til staðar á hverri hæð fyrir sig og þurfa íbúar að sjá um að spritta fyrir og eftir notkun. Sótthreinsispritt verður á hverri hæð í skolunum
Íbúar geta endurraðað húsgögnum á herbergjum en verða að skilja við þau eins og þau komu að þeim í upphafi. Mikilvægt er að passa upp á að skemma ekki gólfefni og húsgögn við flutningana
Íbúar mega aðeins hengja upp myndir eða annað á veggi með "kennaratyggjói" til að koma í veg fyrir að málningin skemmist
Íbúar á nýju vist hafa aðgang á herbergjum að örbylgjuofni og litlum ísskáp. Þeir íbúar sem eru á gömlu vist hafa ekki aðgang að ísskáp á herbergjum, en sumir koma með lítin kæliskáp með sér
Íbúar geta fengið að geyma töskur á svokölluðu töskulofti. Þá er aðstaða í kjallara til að geyma skauta, skíði, skíðaklossa o.s.frv.
13.08.2020
Móttaka íbúa VMA verður þriðjudaginn 18. og miðvikudaginn 19. ágúst n.k.
Vegna þeirra sérstæku aðstæðna sem við stöndum frammi fyrir vegna COVID verður móttöku íbúa skipt upp.
Þriðjudaginn 18. ágúst tökum við á móti nýnemum (fæddir 2004 og 2005) og eldri íbúum sem ekki hafa verið áður á heimavistinni. Nánara skipulag sent út fljótlega.
Miðvikudaginn 19. ágúst tökum við á móti þeim íbúum sem hafa verið áður á heimavistinni. Nánara skipulag sent út fljótlega.
Biðjum íbúa og forráðamenn að fylgjast með!
12.08.2020
Móttöku íbúa VMA verður seinkað frá áður auglýstum tíma. Það verður því ekki opið fyrir innritun sunnudaginn 16. ágúst og mánudaginn 17. ágúst n.k. eins og gert var ráð fyrir.
Við nýtum tímann til að undirbúa stóra heimilið þannig að reglum og samkomutakmörkunum verði sem best mætt.
Ný tímasetning vegna móttöku sem og aðrar upplýsingar ættu að berast á morgun fimmtudag.
07.08.2020
Hvetjum íbúa og forráðamenn til að fylgjast með tilkynningum hér á heimasíðunni og á facebook. Núverandi takmarkanir eru í gildi til 13. ágúst n.k.
07.08.2020
Þegar íbúar koma á heimavistina þurfa þeir að hafa með sér:
Sæng og kodda.
Sængurver, koddaver og lök.
Handklæði og rúmteppi ef vill.
Körfu eða annað hentugt undir óhreinan þvott.
Herðatré.
Leirtau, hnífapör og glös/könnur eru ekki til staðar á herbergjum.
Hlífðarlök eru til staðar og hægt að fá til skiptanna í anddyri.
Íbúar fá tuskur, svampa og þvottaefni til að þrífa herbergi og baðherbergi þar sem það á við. Ryksugur og moppur eru til staðar á hverri hæð fyrir sig.
Íbúar geta endurraðað húsgögnum á herbergjum en verða að skilja við þau eins og þau komu að þeim í upphafi. Mikilvægt er að passa upp á að skemma ekki gólfefni og húsgögn við flutningana. Íbúar geta aðeins hengt upp myndir eða annað á veggi með "kennaratyggjói" til að koma í veg fyrir að málningin skemmist.
Íbúar á nýju vist hafa aðgang á herbergjum að örbylgjuofni og litlum ísskáp. Þeir íbúar sem eru á gömlu vist hafa ekki aðgang að ísskáp á herbergjum, en sumir koma með lítin kæliskáp með sér.
Íbúar geta fengið að geyma töskur á svokölluðu töskulofti. Þá er aðstaða í kjallara til að geyma skauta, skíði, skíðaklossa o.s.frv.
07.08.2020
Þvottanúmer fyrir nýnema og aðrar upplýsingar frá mötuneytinu fylgja með í umslaginu frá heimavistinni.
07.08.2020
Húsaleigusamningar VMA íbúa fóru í póst í dag og ættu því að berast íbúum í næstu viku. Reynt var að verða við óskum íbúa um herbergi eins og hægt var.
23.06.2020
Skrifstofur heimavistar verða lokaðar frá 24. júní vegna sumarleyfa starfsmanna. Skrifstofur verða opnaðar aftur þriðjudaginn 4. ágúst.