24.04.2020
Til að hægt verði að virða þær takmarkanir sem okkur er ætlað að halda þarf að skipuleggja þegar að íbúar koma á vistina til að sækja dótið sitt og til að ganga frá og þrífa herbergin.
Íbúar geta ekki komið að ná í dótið á heimavistina nema að hafa fengið úthlutuðum tíma.
Bendum íbúum á að allir eiga að hafa fengið sent bréf í tölvupósti með nánari upplýsingum.
14.04.2020
Eins og fram hefur komið verður aflétting á samkomubanninu 4. maí n.k. tekin í skrefum. Okkur er heimilt að hafa 50 einstaklinga í húsi í einu og að virða verður 2 metra regluna. Framhaldsskólarnir hafa heimild til að taka til starfa með þessum takmörkunum. Eins og gefur að skilja getum við ekki tekið við öllum íbúum í einu og þarf því að skipuleggja starfsemina í húsnæðinu þegar við náum að opna 4. maí.
Framhaldsskólarnir munu funda fljótlega og láta okkur vita hvernig þeir sjá fyrir sér starfsemina út önnina. Í framhaldi getum við tilkynnt um hvernig við skipuleggjum starfsemina í húsnæði heimavistarinnar þegar við opnum 4. maí.
14.04.2020
Mötuneyti Menntaskólans á Akureyri
Í ljósi fordæmalausra aðstæðna af völdum Covid-19 hefur Mötuneyti Menntaskólans á Akureyri verið lokað frá 16. mars 2020. Endurgreitt verður fyrir þær vikur sem lokað er í mötuneytinu og því óskum við eftir greiðsluupplýsingum svo hægt sé að fara í endurgreiðsluaðgerðir.
Eftirfarandi upplýsingar óskast sendar á netfangið fjarmalastjori@ma.is:
- Nafn og kennitala mötuneytisfélaga.
- Kennitala og reikningsnúmer fyrir endurgreiðslu.
Fyrir hönd Mötuneytis Menntaskólans á Akureyri
Ragnar Hólm Ragnarsson
Fjármálastjóri MA
06.04.2020
Við höfum opnað fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár 2020-2021.
Sótt er um hér á heimasíðunni.
06.04.2020
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur samkomubann verið framlengt til 4. maí n.k. Við gerum ráð fyrir að opna heimavistina um leið og við höfum fengið leyfi til þess frá stjórnvöldum.
16.03.2020
Vegna samkomubanns verður heimavistin lokuð frá og með 16. mars. Fyrirspurnum er svarað í tölvupósti og síma.
13.03.2020
Í ljósi þeirra sérstöku aðstæðna sem upp eru komin í samfélaginu vegna COVID-19 veirunnar og þar með takmörkun á samkomum og lokun framhaldsskólana í fjórar vikur er ljóst að heimavistinni verður líka lokað.
Heimavistin verður lokuð frá og með miðnætti aðfaranótt 16. mars n.k. Gert er ráð fyrir að allir íbúar fari til síns heima nú um helgina.
Auglýst verður um leið og það liggur fyrir hvenær við náum að opna aftur.
10.03.2020
Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 3. apríl. Heimavistin verður því lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 4. apríl.
Kennsla hefst í VMA þriðjudaginn 14. apríl og MA miðvikudaginn 15. apríl.
Heimavistin verður opnuð eftir páskafrí mánudaginn 13. apríl kl. 12.
09.03.2020
Við höfum opnað fyrir umsóknir um heimavist fyrir skólaárið 2020 - 2021. Umsóknarfrestur er til 10. júní n.k. Sótt er um hér á heimasíðunni.
05.03.2020
Ný skíða- og brettageymsla hefur verið tekin í gagnið. Íbúar geta nú geymt skíðabúnaðinn í læstri aðstöðu sem er að auki með myndavél.