Heimavistin er aðeins opin fyrir íbúa

Því miður geta íbúar ekki boðið gestum í heimsókn vegna fjöldatakmarkana sem í gildi eru vegna COVID -19

Skipulag á matmálstímum í mötuneytinu

Á þessum sérstæðum tímum verður að hafa ákveðið skipulag við matmálstíma í mötuneytinu svo hægt sé að virða reglur um fjarðlægð og fjöldatakmarkanir. Húsnæðinu hefur verið skipt niður í hólf og á hvert hólf sinn lit sem við notum til að reyna að einfalda lífið á stóra heimilinu. Morgunmatur verður með eftirfarandi hætti: Rauður frá kl. 7.15-7.30. Grænn frá kl. 7.35- 7.50 Svartur frá kl. 7.55- 8.10. Kvöldmatur verður með eftirfarandi hætti: Rauður frá kl. 18.15-18.35. Grænn frá kl. 18.40- 19.00. Svartur

Móttaka MA íbúa (2. bekkur) miðvikudaginn 26. ágúst

Miðvikudaginn 26. ágúst tökum við á móti MA íbúum (2. bekkur). Íbúar og forráðamenn hafa fengið tölvupóst með nánara skipulagi og tímasetningu á móttöku. Þeir sem ekki hafa tök á að koma á úthlutuðum tíma geta haft samband í síma 899 1607 og fengið nýjan tíma úthlutað.

Móttaka nýnema í MA (1. bekkur) þriðjudaginn 25. ágúst

Þriðjudaginn 25. ágúst tökum við á móti nýnemum í MA (1. bekkur). Íbúar og forráðamenn hafa fengið tölvupóst með nánara skipulagi og tímasetningu á móttöku. Þeir sem ekki hafa tök á að koma á úthlutuðum tíma geta haft samband í síma 899 1607 og fengið nýjan tíma úthlutað.

Móttaka VMA íbúa fædd 2003 eða fyrr verður sunnudaginn 23. ágúst n.k.

Sunnudaginn 23. ágúst tökum við á móti íbúum VMA fædd 2003 eða fyrr. Íbúar hafa fengið tölvupóst með nánara skipulagi og tímasetningu á móttöku. Þeir sem ekki hafa tök á að koma á úthlutuðum tíma geta haft samband í síma 899 1607 og fengið nýjan tíma úthlutað.

Dagsetning á móttöku MA íbúa liggur ekki fyrir en verður auglýst

Viljum benda íbúum og forráðamönnum MA á að dagsetning á móttöku íbúa verður auglýst um leið og skólabyrjun hjá MA liggur fyrir. Íbúar og forráðamenn eru beðnir um að fylgjast með á heimasíðu og/eða á facebook síðu. Tölvupóstur með nánara skipulagi og tímasetningu á móttöku verður sendur út.

Móttaka eldri íbúa VMA liggur ekki fyrir

Eins og fram hefur komið hefur skólabyrjun í VMA verið frestað hjá eldri íbúum líkt og öðrum. Við munum auglýsa hvenær hægt verður að taka á móti eldri íbúum VMA á heimavist um leið og það liggur fyrir.

Móttaka nýnema í VMA (fæddir 2004 og 2005) miðvikudaginn 19. ágúst

Miðvikudaginn 19. ágúst tökum við á móti nýnemum VMA (fæddir 2004 og 2005). Íbúar og forráðamenn hafa fengið tölvupóst með nánara skipulagi og tímasetningu á móttöku. Þeir sem ekki hafa tök á að koma úthlutuðum tíma geta haft samband í síma 899 1607 og fengið nýjan tíma úthlutað.

Rafræn umsókn um mötuneytið

Bendum íbúum og forráðamönnum á að nú eru umsóknir um mötuneytið rafrænar. Sótt er um hér á heimasíðunni undir flipanum um mötuneyti og þvottahús. Athugið að skila þarf umsóknum eigi síðar en 1 viku eftir upphaf skóla. Hjá þeim sem ekki hafa skilað innan tilskilins frests verður innheimt fyrir fullt 7 daga fæði.

Þvottanúmer fyrir nýnema í MA

Þvottanúmer fyrir nýnema og aðrar upplýsingar frá mötuneytinu eru farin í póst og ættu að berast íbúum í næstu viku. 🙂