Staða næturvarðar við Heimavist MA og VMA á Akureyri er laus til umsóknar
Við leitum að einstaklingi til að slást í góðan hóp starfsmanna sem mun sinna næturvörslu og öryggisvörslu og öðrum þeim verkefnum sem til falla.
Viðkomandi þarf að hafa mikla þjónstulund og samskiptahæfni og hafa gaman af að starfa með ungmennum. Gerð er krafa um hreint sakarvottorð. Um fullt starfshlutfall er að ræða og vinnur viðkomandi aðra hverja viku. Laun eru samkvæmt stofnansamningi við Einingu Iðju. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Skriflegar umsóknir þurfa að berast fyrir 10. ágúst n.k. á netfangið thora@heimavist.is. Öllum umsóknum verður svarað.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Þóra R. Stefánsdóttir thora@heimavist.is eða í síma 455 1605.