Nýtt kynningarmyndband Heimavistar MA og VMA !

Hannes Haukur íbúi á heimavistinni útbjó þetta flotta kynningarmyndband fyrir okkur með aðstoð Kötlu Maríu sem einnig er íbúi hér.

Heimavistin verður opnuð annan í páskum

Heimavistin verður opnuð eftir páskafrí mánudaginn 5. apríl kl. 12 líkt og gert var ráð fyrir. Njótið páskahelgarinnar!

Gleðilega páska

Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Ekki liggur fyrir hvenær við náum að opna heimavistina eftir páska en það verður auglýst um leið og það liggur fyrir.

Opið fyrir umsóknir um heimavist næsta skólaár

Höfum opnað fyrir umsóknir næsta skólaár 2021-2022. Umsóknarfrestur er til 10. júní og er sótt um hér á heimasíðunni.

Heimavistin verður lokuð frá og með miðnætti aðfaranótt 26.mars n.k.

Í ljósi hertra fjöldatakmarkana sem taka gildi nú um miðnætti og þar með lokunum í framhaldsskólum verður heimavistinni líka lokað. Heimavistin verður lokuð frá og með miðnætti aðfaranótt 26. mars n.k. Gert er ráð fyrir að allir íbúar fari til síns heima á morgun fimmtudaginn 25. mars. Auglýst verður um leið og það liggur fyrir hvenær við náum að opna aftur en íbúum bent á að lokunin mun vara a.m.k. fram yfir páska.

Lokað á heimavistinni um páskana

Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 26. mars. Heimavistin verður því lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 27. mars. Kennsla hefst í VMA þriðjudaginn 6. apríl og MA miðvikudaginn 7. apríl. Heimavistin verður opnuð eftir páskafrí mánudaginn 5. apríl kl. 12.

Nýtt kynningarmyndband um Menntaskólann á Akureyri.

Í myndbandinu eru það nemendur sem kynna skólann fyrir okkur. Hvetjum ykkur til að kíkja á það

Ársfundur Lundar 2020 verður fimmtudaginn 11. mars n.k. kl. 16 í setustofu heimavistar.

Dagskrá ársfundar: 1. Ársreikningur Lundar skólaárið 2019/2020 til kynningar. 2. Skýrsla stjórnar um starfsemi Lundar skólaárið 2019/2020. 3. Önnur mál. Ársfundur Lundar er opinn þeim sem aðild eiga að Heimavist MA og VMA, s.s. íbúum Lundar, foreldrum og forráðamönnum íbúanna, kennurum og starfsmönnum framhaldsskólana á Akureyri auk þeirra starfsmanna sem starfa í húsakynnum Lundar. Vegna sérstakra aðstæðna eru þeir sem ætla að sækja fundinn beðnir um að láta Maríu Albínu þjónustustjóra vita á netfangið maria@heimavist.is

Nýtt kynningarmyndband um Verkmenntaskólann á Akureyri !

Króli kynnti sér fjölbreytt iðn- og starfsnám og nám til stúdentsprófs í VMA. Hvetjum ykkur til að kíkja á það

Tilslakanir á sóttvarnarreglum !

Frá og með 24. febrúar: • Lágmarksfjarlægð a.m.k. einn meter. • Grímuskylda áfram utan síns herbergis • Foreldrar og forráðamenn geta komið inn á heimavistina en gæta þarf vel að sóttvörnum. • Setustofan verður opin fyrir íbúa – íbúar þurfa að sótthreinsa alla snertifleti eftir notkun. • Áfram er hægt að fara í matar-, hádegis- og kvöldmat á hefðbundnum opnunartíma. Nota skal grímur þar til er matast. Muna persónulegar sóttvarnir að þvo hendur og spritta fyrir mat og viðkomu á sameiginlegum snertiflötum. • Boðið verður upp á kaffi í mötuneytinu frá 15 til 16.30 virka daga.