09.11.2021
Minnum á mikilvægi þess að íbúar og/eða forráðamaður láti starfsmann á vakt vita ef íbúi er lasinn og/eða á leið í sýnatöku. Hægt er að hringja í vaktina: 899 1602 eða senda póst á heimavist@heimavist.is
Mikilvægt er að við hjálpumst að við að forðast smit. Munum grímunotkun utan herbergis og að við sinnum persónulegum sóttvörnum.
08.11.2021
Nú þurfa allir íbúar að vera með grímu á heimavistinni utan síns herbergis. Minnum einnig á aðrar persónulegar varnir eins og sprittnotkun og að virða fjarlægðarmörk.
01.11.2021
Geðlestin leggur af stað í hringferð um landið í dag til þess að fræða og ræða við ungt fólk um geðheilsu. Er þetta samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar. Á heimasíðu geðlestarinnar má finna hin ýmsu verkfæri til geðfræðslu.
01.11.2021
Sigga Dögg kynfræðingur verður með fyrirlestur fyrir nemendur VMA og MA í Gryfjunni í VMA kl. 17:00 í dag.
14.10.2021
Minnum á að Hannesína Schewing hjúkrunarfræðingur verður á vaktinni fyrir íbúa heimavistar í dag frá kl. 16.00-17.00.
Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma í síma 455 1611.
12.10.2021
Minnum á að umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk/dvalarstyrk fyrir haustönn rennur út 15. október.
01.10.2021
Minnum íbúa og forráðamenn á að láta vita ef íbúi er lasinn. Ætlast er til að íbúar fari í Covid sýnatöku í gegnum heilsugæsluna ef þeir verða varir við einkenni, Mikilvægt er að tilkynna síðan starfsmanni heimavistar um niðurstöður.
28.09.2021
Skólaball verður haldið í Verkmenntaskólanum á Akureyri n.k. fimmtudagskvöld og er það fyrsta ball sem haldið hefur verið í langan tíma vegna aðstæðna.
Minnum á að ballgestir þurfa að framvísa neikvæðu covid hraðprófi.
Góða skemmtun
23.09.2021
Minnum á að næðistími á Heimavistinni hefst kl. 23. Gestir þurfa því að vera farnir fyrir þann tíma og íbúar að virða næðistímann.
23.09.2021
Bendum íbúum á að þeir hafa aðgang að snöru.is (á staðarnetinu) en forritið geymir yfir 2 milljónir uppflettiorða í tugum orðabóka og uppflettirita eins og fram kemur á heimasíðu þeirra.