24.06.2022
Skrifstofur heimavistar verða lokaðar frá 24. júní vegna sumarleyfa starfsmanna. Skrifstofur verða opnaðar aftur þriðjudaginn 2. ágúst.
Njótið sumarsins!
24.06.2022
Svör við umsóknum voru send út með tölvupósti 24.júní.
Það er enn opið fyrir umsóknir næsta vetur. Umsækjendur sem sækja um eftir 24. júní fá staðfestingu í ágúst eftir sumarleyfi.
Greiðsluseðlar/kröfur vegna staðfestingar- og tryggingargjalds verða stofnaðir/-ar á kennitölu íbúa eða forráðamanna (ólögráða íbúa) í innheimtukerfi Arion banka.
Eindagi staðfestingar- og tryggingargjalds er 15. júlí.
Ef krafa er ekki greidd á eindaga er gert ráð fyrir að viðkomandi hafi hætt við búsetu á vistinni.
Raðað verður niður á herbergi fyrstu dagana í ágúst.
Breytingar á umsókn s.s. varðandi tegund af herbergi eða herbergisfélaga verða að hafa borist fyrir 1. ágúst á netfangið maria@heimavist.is
Leigusamningar og önnur gögn verða sendir í pósti viku fyrir upphaf skóla.
Gengið er frá skráningu í mötuneyti við komuna á heimavistina.
Staðfestingar- og tryggingargjald fæst ekki endurgreitt ef hætt er við komuna á heimavistina.
21.06.2022
Þessa daga er unnið úr þeim umsóknum sem bárust um heimavist fyrir næsta skólaár en beðið er eftir að skólarnir geti staðfest skólavist.
Umsækjendur munu fá tölvupóst um staðfestingu um leið og hægt er.
17.06.2022
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Menntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.
14.06.2022
Bendum á að enn er hægt að sækja um á heimavistinni næsta skólaár hér á heimasíðunni undir umsóknir.
30.05.2022
Umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár 2022-2023 er til 10. júní. Sótt er um hér á heimasíðunni.
25.05.2022
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.
11.05.2022
Snara.is er aðgengileg fyrir íbúa!
Minnum á að íbúar hafa aðgang að snöru.is (á staðarnetinu) en forritið geymir yfir 2 milljónir uppflettiorða í tugum orðabóka og uppflettirita eins og fram kemur á heimasíðu þeirra.
02.05.2022
Fulltrúar íbúa ætla að baka og bjóða upp á vöfflur í matsalnum fyrir íbúa heimavistar n.k. miðvikudag frá kl. 15-17. Endilega að kíkja við, hitta aðra íbúa og gæða sér á gómsætum vöfflum.