30.05.2022
Umsóknarfrestur fyrir næsta skólaár 2022-2023 er til 10. júní. Sótt er um hér á heimasíðunni.
25.05.2022
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.
11.05.2022
Snara.is er aðgengileg fyrir íbúa!
Minnum á að íbúar hafa aðgang að snöru.is (á staðarnetinu) en forritið geymir yfir 2 milljónir uppflettiorða í tugum orðabóka og uppflettirita eins og fram kemur á heimasíðu þeirra.
02.05.2022
Fulltrúar íbúa ætla að baka og bjóða upp á vöfflur í matsalnum fyrir íbúa heimavistar n.k. miðvikudag frá kl. 15-17. Endilega að kíkja við, hitta aðra íbúa og gæða sér á gómsætum vöfflum.
28.04.2022
Heimavist MA og VMA leitar að öflugum ÞJÓNUSTUSTJÓRA til að slást í góðan hóp starfsmanna og starfa í lifandi og fjölbreyttu starfi . Nánari upplýsingar.
20.04.2022
Kærar þakkir fyrir veturinn og gleðilegt sumar
28.03.2022
Senn líður að páskafríi íbúa en báðir framhaldsskólarnir MA og VMA eru með síðasta kennsludag fyrir páska föstudaginn 8. apríl. Heimavistin verður því lokuð frá kl. 12 á hádegi laugardaginn 9. apríl.
Kennsla hefst í báðum skólum þriðjudaginn 19. apríl og verður
heimavistin opnuð eftir páskafrí mánudaginn 18. apríl kl. 12.
22.03.2022
Höfum opnað fyrir umsóknir næsta skólaár 2022-2023. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Sótt er um hér á heimasíðunni.
15.03.2022
Spilakvöld verður fyrir íbúa miðvikudaginn 16. mars frá kl. 19-22 í setustofunni. Boðið verður upp á snakk og gos. Hlökkum til að sjá ykkur !
11.03.2022
Í dag frumsýnir leikfélag MA söngleikinn Heathers í Hofi. Um 60 nemendur koma að sýningunni.
Næstu sýningar verða 12 og 13. mars og svo 17. og 18. mars. Miðasala er á mak.is