20.01.2022
Jöfnunarstyrkur (áður dreifbýlisstyrkur) er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu.
Frekari upplýsingar og umsóknir á heimasíðu Menntasjóðs- https://menntasjodur.is/
12.01.2022
Íbúar eru minntir á herbergjaskoðun deginum áður með auglýsingu á ganginum.
Minnum íbúa á að eftirlit með þrifum á herbergjum er hluti af reglum á stóra heimilinu. Á hverjum gangi er búið að setja inn í s.k. skol; ryksugu, moppu o.s.frv. Munið að spritta fyrir og eftir notkun með sóttvarnarspritti og þurrkum sem eru einnig til staðar.
Gangi ykkur vel
10.01.2022
Bendum á að þeir íbúar sem vilja breyta áskriftinni í mötuneytinu þurfa að senda inn nýja umsókn. Umsóknareyðublað er hér á heimasíðu Heimavistar MA og VMA -
https://www.heimavist.is/motuneyti/umsokn-um-motuneyti
01.01.2022
Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs þá minnum við á að heimavistin opnar á nýju ári laugardaginn 8. janúar kl. 12.
Hlökkum til að sjá ykkur
31.12.2021
Vegna fjölda smita í samfélaginu að undanförnu verður heimavistin ekki opnuð fyrr en laugardaginn 8. janúar en bæði MA og VMA munu taka á móti nemendum mánudaginn 10. janúar. Vonumst við til að móttaka íbúa dreifist því á 8. og 9. janúar.
Á heimavistinni verður grímuskylda og íbúar beðnir að virða þá reglu sem og að vera dugleg að sinna persónulegum sóttvörnum. Gestakomur verða ekki leyfðar fyrst um sinn.
Óskum ykkur gleðilegs árs og hlökkum til að hitta íbúa á nýju ár.
20.12.2021
Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar. Heimavistin verður opnuð eftir jólafrí miðvikudaginn 5. janúar kl. 12.
18.12.2021
Starfsfólk heimavistar óskar útskriftarnemendum Verkmenntaskólans á Akureyri innilega til hamingju með daginn.
16.12.2021
Heimavistinni verður lokað laugardaginn 18. desember kl. 12. Opnum aftur eftir áramót miðvikudaginn 5. janúar kl. 12.
13.12.2021
Hannesína Schewing hjúkrunarfræðingur verður á vaktinni fyrir íbúa heimavistar í dag frá kl. 16.00-17.00.
Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma í síma 455 1611.
06.12.2021
Heimavistinni verður lokað laugardaginn 18. desember kl. 12. Opnum aftur eftir áramót miðvikudaginn 5. janúar kl. 12.
Athugið að þeir MA íbúar sem fara í sjúkra- og aukapróf mánudaginn 20. desember þurfa að tilkynna það á heimavist@heimavist.is