Glæsilegt jólahlaðborð framundan

Jólahlaðborð Heimavistar MA og VMA verður haldið næstkomandi miðvikudagskvöld, 24. nóvember, fyrir alla íbúa. Vegna fjöldatakmarkanna þurfa íbúar að skrá sig í afgreiðslunni á eina af eftirfarandi tímasetningum: kl. 17.30-18.15, 18.15-19 eða 19-19.30. Boðið verður upp á glæsilegan matseðil í skreyttum matsal og við hvetjum íbúa til að mæta í snyrtilegum klæðnaði enda tilefnið hátíðlegt.

AÐVENTUSTEMNING Í MÖTUNEYTINU KL. 20-21.30 ANNAÐ KVÖLD.

Annað kvöld, 17. nóvember, verður jólakaffi í mötuneytinu. Boðið verður uppá kakó og smákökur. Opið verður frá 20-21.30. Allir íbúar eru velkomnir en vegna fjöldatakmarkanna þá geta ekki allir verið á sama tíma, biðlum til íbúa að sýna þá biðlund og passa uppá fjarlægðarmörkin.

Uppsagnir á húsaleigusamningum fyrir þá íbúa sem hætta námi um áramót.

Athygli er vakin á að uppsögn á húsaleigusamningi við annarskil hjá íbúum MA og VMA er 30. nóvember n.k. Skila þarf skriflegri uppsögn fyrir þann tíma til að komast hjá að greiða húsaleigu eftir annarskil. Þeir íbúar sem hætta námi um annarskil vegna ófullnægjandi námsframvindu þurfa að senda skriflega uppsögn til undirritaðrar um leið og niðurstaða annarprófa liggur fyrir. Athugið að við þessar aðstæður er uppsagnarfresturinn einn mánuður eftir annarskil. Uppsagnir skal senda á netfangið maria@heimavist.is Aðrir íbúar eru með húsaleigusamning til vors.

Höldum áfram að passa vel uppá sóttvarnir !

Þrátt fyrir hertar takmarkanir vegna COVID verða litlar breytingar hjá okkur vegna þess hve vel íbúar standa sig í að passa upp á sóttvarnir. Vonumst til að það haldi áfram þannig að við getum haldið starfseminni að mestu óbreyttri þannig að við þurfum ekki að herða þær. Grímuskylda er áfram utan síns herbergis og við pössum upp á hópamyndun. Þá er rétt að minna á að persónulegar sóttvarnir eru mikilvægar. Höldum áfram að tilkynna ef íbúar eru veikir og/eða á leið í covidtest.

Söngkeppni VMA og tónlistarkeppni MA

Í gærkvöldi var bæði haldin söngkeppni í VMA og tónlistarkeppni í MA þar sem heimavistin átti nokkra fulltrúa sem stóðu sig frábærlega. Við óskum þeim og öðrum þátttakendum innilega til hamingju !

Minnum á að tilkynna ef íbúar eru lasnir

Minnum á mikilvægi þess að íbúar og/eða forráðamaður láti starfsmann á vakt vita ef íbúi er lasinn og/eða á leið í sýnatöku. Hægt er að hringja í vaktina: 899 1602 eða senda póst á heimavist@heimavist.is Mikilvægt er að við hjálpumst að við að forðast smit. Munum grímunotkun utan herbergis og að við sinnum persónulegum sóttvörnum.

Grímuskylda !

Nú þurfa allir íbúar að vera með grímu á heimavistinni utan síns herbergis. Minnum einnig á aðrar persónulegar varnir eins og sprittnotkun og að virða fjarlægðarmörk.

Geðlestin í hringferð um landið !

Geðlestin leggur af stað í hringferð um landið í dag til þess að fræða og ræða við ungt fólk um geðheilsu. Er þetta sam­starfs­verk­efni Geðhjálp­ar og Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 sem ætlað er að vekja at­hygli á mik­il­vægi geðheilsu og vernd­andi þátt­um henn­ar. Á heimasíðu geðlestarinnar má finna hin ýmsu verk­færi til geðfræðslu.

Sigga Dögg með fyrirlestur fyrir nemendur í VMA og MA

Sigga Dögg kynfræðingur verður með fyrirlestur fyrir nemendur VMA og MA í Gryfjunni í VMA kl. 17:00 í dag.

Hjúkrunarfræðingur á vakt í dag!

Minnum á að Hannesína Schewing hjúkrunarfræðingur verður á vaktinni fyrir íbúa heimavistar í dag frá kl. 16.00-17.00. Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma í síma 455 1611.