19.05.2021
Íbúar eru byrjaðir að undirbúa brottför og þegar hafa íbúar skilað lyklum og haldið til síns heima. Vonandi verðum við að mestu laus við COVID næsta skólaár og heimilislífið á stóra heimilinu því nokkuð "eðlilegt" þar sem hægt verður að bjóða utanaðkomandi gestum í heimsókn. Við hlökkum til :)
07.05.2021
Nú eru einhverjir íbúar þegar farnir að skila af sér herbergjum og halda út í vorið. Við minnum alla á að þrífa herbergin samviskusamlega og skila þeim eins og þeir tóku við þeim við komuna á stóra heimilið.
Áður en þið farið heim, vinsamlega:
• Nálgist gátlista í afgreiðslu vegna herbergisþrifanna
• Sækið vagn með ræstivörum
• Skilið lykli/korti af herbergi
• Skilið þvottahúslykli í þvotthús
• Hafið alltaf samband við starfsmann við brottför.
Gangi ykkur vel í prófum/námsmatsverkefnum
Starfsfólk Heimavistar MA og VMA
06.05.2021
Minnum á að það er opið fyrir umsóknir næsta skólaár 2021-2022. Umsóknarfrestur er til 10. júní og er sótt um hér á heimasíðunni.
22.04.2021
Gleðilegt sumar og kærar þakkir fyrir veturinn
12.04.2021
Við leitum að einstaklingum í þrjár stöður til að slást í góðan hóp starfsmanna hér á Heimavist MA og VMA.
07.04.2021
Hannes Haukur tók einnig viðtöl við íbúa heimavistarinnar og heyrði hvað þau höfðu að segja um Heimavist MA og VMA
06.04.2021
Hannes Haukur íbúi á heimavistinni útbjó þetta flotta kynningarmyndband fyrir okkur með aðstoð Kötlu Maríu sem einnig er íbúi hér.
03.04.2021
Heimavistin verður opnuð eftir páskafrí mánudaginn 5. apríl kl. 12 líkt og gert var ráð fyrir. Njótið páskahelgarinnar!
28.03.2021
Starfsfólk heimavistar óskar íbúum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska. Ekki liggur fyrir hvenær við náum að opna heimavistina eftir páska en það verður auglýst um leið og það liggur fyrir.
25.03.2021
Höfum opnað fyrir umsóknir næsta skólaár 2021-2022. Umsóknarfrestur er til 10. júní og er sótt um hér á heimasíðunni.