12.10.2021
Minnum á að umsóknarfrestur um jöfnunarstyrk/dvalarstyrk fyrir haustönn rennur út 15. október.
01.10.2021
Minnum íbúa og forráðamenn á að láta vita ef íbúi er lasinn. Ætlast er til að íbúar fari í Covid sýnatöku í gegnum heilsugæsluna ef þeir verða varir við einkenni, Mikilvægt er að tilkynna síðan starfsmanni heimavistar um niðurstöður.
28.09.2021
Skólaball verður haldið í Verkmenntaskólanum á Akureyri n.k. fimmtudagskvöld og er það fyrsta ball sem haldið hefur verið í langan tíma vegna aðstæðna.
Minnum á að ballgestir þurfa að framvísa neikvæðu covid hraðprófi.
Góða skemmtun
23.09.2021
Minnum á að næðistími á Heimavistinni hefst kl. 23. Gestir þurfa því að vera farnir fyrir þann tíma og íbúar að virða næðistímann.
23.09.2021
Bendum íbúum á að þeir hafa aðgang að snöru.is (á staðarnetinu) en forritið geymir yfir 2 milljónir uppflettiorða í tugum orðabóka og uppflettirita eins og fram kemur á heimasíðu þeirra.
15.09.2021
Íbúar geta nú boðið vini með sér á heimavistina en minnum á að grímuskylda er áfram utan síns herbergis og íbúar bera ábyrgð á að gestir virði reglur heimavistarinnar.
03.09.2021
Gangafundir fyrir íbúa á Heimavist MA og VMA verða þriðjudaginn 7. sept 2021.
Allir fundirnir eru í setustofunni
31.08.2021
Jöfnunarstyrkur (áður dreifbýlisstyrkur) er námsstyrkur fyrir nemendur sem stunda nám á framhaldsskólastigi fjarri lögheimili og fjölskyldu. Frekari upplýsingar á menntasjodur.is
30.08.2021
Minnum á að hægt er að skoða matseðil hverrar viku á facebook síðu heimavistar.
Nýr matseðill er birtur á mánudögum.
30.08.2021
Hannesína Schewing hjúkrunarfræðingur verður á vaktinni fyrir íbúa heimavistar í dag frá kl. 16.00-17.00.
Hannesína verður hjá okkur á mánudögum og fimmtudögum frá kl. 16.00-17.00.
Bendum foreldrum og forráðamönnum á að hægt er að hringja í hjúkrunarfræðing á viðtalstíma í síma 455 1611.